Fréttir

17.08.2017

Verjum minna til lyfjakaupa en aðrar þjóðir

„Þó svo að í opinberri umræðu sé gjarnan vísað til lyfjakostnaðar sem veigamikils þáttar í kostnaði við heilbrigðiskerfið þá sýna tölurnar að staðreyndin er önnur. Í íslensku heilbrigðiskerfi er hlutur lyfja raunar mun minni en almennt er í Evrópu og í raun með því lægsta sem við sjáum í samanburði við önnur lönd,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.

27.07.2017

Ekkert lát er á sjúkdómum

Yfir 300 fulltrúar og frummælendur mættu á ársfund Evrópusamtaka fyrirtækja og samtaka í lyfjaiðnaði (EFPIA) sem fram fór fyrr í sumar. Þar var fjallað um stór mál og smá sem geirinn stendur frammi fyrir til lengri og skemmri tíma.

Greinar

Tækifæri í lyfjarannsóknum

01.06.2017

Á tyllidögum og í aðdraganda kosninga tala stjórnmálamenn gjarnan um mikilvægi háskóla- og vísindasamfélagsins og um gildi rannsókna og þróunar. Sú umræða er nauðsynleg til að auka skilning á mikilvægi þess að ýta undir og efla frumkvöðlastarfsemi og almennt rannsóknar- og þróunarstarf. Í opinberri umræðu er gjarnan talað um jarðhita, sjávarútveg og ferðaþjónustu þegar nýsköpun er annars vegar, en undarlega lítið og sjaldan er rætt um heilbrigðisvísindi og heilbrigðisþjónustu í þessu samhengi.

Útgjöld til lyfja þau sömu síðan 2009

15.05.2017

Lyfjakostnaður hins opinbera, þar með talið S-lyfja, hefur hækkað um 0,1 prósent frá árinu 2009 á meðan útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um 44 prósent. Að mati Félags atvinnurekenda sýnir það glögglega að lyfjakaup eru ekki að sliga heilbrigðiskerfið eins og menn vilja láta í veðri vaka á stundum.

Lyfjaverslun ríkisins?

15.05.2017

Vandræðagangur hefur einkennt framgöngu heilbrigðisyfirvalda að undanförnu á ýmsum sviðum. Eitt mál tengist verulega vanáætluðum útgjöldum til kaupa á lyfjum fyrir heilbrigðiskerfið. Ríkisstjórnin samþykkti í febrúar að stoppa í gatið. Síðan hafa vikurnar liðið og enn bólar ekki á samþykktu viðbótarfjármagni. Loks tilkynnti heilbrigðisráðherra nú fyrir helgi að á allra næstu dögum kæmist einhver hreyfing á. Sem veit á gott.

Kynntu þér markmið Frumtaka

Smelltu hér

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.