Fréttir

13.10.2017

Ótal snertifletir við samfélagið

„Lyfjaframleiðsla skiptir samfélagið svo sannarlega máli og á við það ótal snertifleti,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Bæði sé ávinningur samfélagsins mikill þegar árangur náist í baráttu við illvíga sjúkdóma og að auki efli fjárfesting lyfjafyrirtækja í þróun og rannsóknum á lyfjum samfélög með beinum hætti.

28.09.2017

Gætum fengið lægsta verðið í bakið

Lyfjagreiðslunefnd ákvarðar hámarksverð lyfja á Íslandi. Verðið tekur mið af verði lyfja í viðmiðunarlöndunum Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Samkvæmt vinnureglum nefndarinnar tekur heildsöluverð sjúkrahúslyfja (svokallaðra S-merktra lyfja) ávallt mið af lægsta verðinu í viðmiðunarlöndunum. Öll önnur lyf, frumlyf og samheitalyf taka mið af meðalverði lyfjanna í löndunum fjórum og er verðið hér aldrei hærra en það.

Greinar

Kynntu þér markmið Frumtaka

Smelltu hér

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.