Fréttir

20.02.2018

Efla þarf rannsóknir og þróun

Athygli vakti á nýafstöðnu Viðskiptaþingi að þrír af fjórum nemendum sem hlutu námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs stunda nám í líftækni í einhverri mynd. Hér á landi hefur um árabil verið horft til tækifæra samfara uppbygginu þekkingarklasa á sviði lyfja og líftækni. „Vonandi er úthlutun styrkja Menntasjóðsins til marks um að enn frekari vaxtar sé að vænta á þessu sviði,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.

15.02.2018

Fagna ber nýjum rannsóknum

Lyfjaþróun og lyfjarannsóknir eru meðal þeirra þátta heilbrigðisvísindanna sem einna mest áhrif hafa haft til þess að bæta heilsufar, lífslíkur og lífsgæði fólks. Um er að ræða flókið ferli þar sem sannreyna þarf áhrif lyfjanna og virkni, um leið og skimað er fyrir aukaverkunum. Fréttablaðið fjallar um nýja tegund sýklalyfja í blaði dagsins.

Greinar

Skorað á nýtt Alþingi

19.10.2017

Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman.

Tækifæri í lyfjarannsóknum

01.06.2017

Á tyllidögum og í aðdraganda kosninga tala stjórnmálamenn gjarnan um mikilvægi háskóla- og vísindasamfélagsins og um gildi rannsókna og þróunar. Sú umræða er nauðsynleg til að auka skilning á mikilvægi þess að ýta undir og efla frumkvöðlastarfsemi og almennt rannsóknar- og þróunarstarf. Í opinberri umræðu er gjarnan talað um jarðhita, sjávarútveg og ferðaþjónustu þegar nýsköpun er annars vegar, en undarlega lítið og sjaldan er rætt um heilbrigðisvísindi og heilbrigðisþjónustu í þessu samhengi.

Útgjöld til lyfja þau sömu síðan 2009

15.05.2017

Lyfjakostnaður hins opinbera, þar með talið S-lyfja, hefur hækkað um 0,1 prósent frá árinu 2009 á meðan útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um 44 prósent. Að mati Félags atvinnurekenda sýnir það glögglega að lyfjakaup eru ekki að sliga heilbrigðiskerfið eins og menn vilja láta í veðri vaka á stundum.

Kynntu þér markmið Frumtaka

Smelltu hér

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.