Bæklingar og skjöl:

Reglur EFPIA og Frumtaka

EFPIA og Frumtök hafa samþykkt siðareglur fyrir lyfjafyrirtæki varðandi kynningu lyfja fyrir heilbrigðisstarfsmönnum og samskipti við heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og sjúklingasamtök. Tilgangur þeirra er að tryggja að unnið sé af ábyrgð eftir faglegum siðareglum. Reglurnar gilda fyrir öll samskipti, hefðbundin og stafræn og er í heild sinni að finna hér.

Samningur við Læknafélag Íslands

Samningur um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf var upphaflega undirritaður á Læknadögum í Hörpu 23.janúar 2013. Samningurinn var endurnýjaður á grunni nýrra siða- og samskiptareglna EFPIA og Frumtaka við setningu Læknadaga 20. janúar 2020. Endurnýjaðan samning er að finna hér

Hámarksverðgildi máltíða

EFPIA tekur saman lista yfir hámarksverðgildi máltíða hjá aðildarsamtökum sínum. Listinn, sem er uppfærður reglulega, er hér.

Birting fjárhagsupplýsinga

Hér er sniðmát til að nota fyrir upplýsingar sem birta skal á grundvelli reglna um birtingu fjárhagsupplýsinga, sbr. 5. kafla reglnanna.

Samanburður á norrænum siða- og samskiptareglum

Frumtök og systursamtök okkar á Norðurlöndunum hafa gert samanburð á gildandi siða- og samskiptareglum í löndunum fimm. Um er að ræða glærupakka sem uppfærður verður reglulega. Þessi samanburður er eingöngu almenns eðlis og til leiðbeiningar. Vinsamlegast hafið samband ef frekari skýringa er óskað. Glærurnar eru hér.

Hámarksverðgildi og ýmiskonar upplýsingar varðandi birtingu fjárhagsupplýsinga

Þær eru margar spurningarnar sem vakna þegar kemur að birtingu fjárhagsupplýsinga á grundvelli Reglna EFPIA og Frumtaka. Hér er skjal með útskýringum og svörum, t.d. varðandi hámarksverðgildi máltíða og fleira. Ábendingar um betrumbætur ávallt vel þegnar.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.