17.08.2017

Verjum minna til lyfjakaupa en aðrar þjóðir

Verjum minna til lyfjakaupa en aðrar þjóðir

„Þó svo að í opinberri umræðu sé gjarnan vísað til lyfjakostnaðar sem veigamikils þáttar í kostnaði við heilbrigðiskerfið þá sýna tölurnar að staðreyndin er önnur. Í íslensku heilbrigðiskerfi er hlutur lyfja raunar mun minni en almennt er í Evrópu og í raun með því lægsta sem við sjáum í samanburði við önnur lönd,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.

27.07.2017

Ekkert lát er á sjúkdómum

Ekkert lát er á sjúkdómum

Yfir 300 fulltrúar og frummælendur mættu á ársfund Evrópusamtaka fyrirtækja og samtaka í lyfjaiðnaði (EFPIA) sem fram fór fyrr í sumar. Þar var fjallað um stór mál og smá sem geirinn stendur frammi fyrir til lengri og skemmri tíma.

07.07.2017

Hreyfing er komin á nýskráningu lyfja

Hreyfing er komin á nýskráningu lyfja

Fram kemur á vef lyfjagreiðslunefndar að í júní hafi verið skráð sex ný lyf. Fyrri hluta mánaðarins voru skráð, tvö krabbameinslyf og eitt til meðferðar við lifrarbólgu C og undir lok mánaðarins tvö ný lyf við lungnakrabba og eitt við mergæxlum. Fagnaðarefni er að mati Frumtaka að fundist hefur vinnulag sem sker á þann hnút sem myndaðist vegna skorts á fjárveitingum í byrjun árs.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.