08.05.2018

Mörg og stundum flókin verkefni

Mörg og stundum flókin verkefni

Þjónustufyrirtæki á íslenskum lyfjamarkaði þurfa að uppfylla margvíslegar kröfur um aðgengi og meðferð lyfja sem fengin eru til landsins frá alþjóðlegum lyfjaframleiðendum. Greiðandi þjónustunnar er oftar en ekki íslenska ríkið, fyrir hönd heilbrigðiskerfisins, en það setur einnig reglur um lyfjamarkaðinn, ákveður hámarksverð og setur í lögum skilmála á borð við að ávallt eigi að vera hér aðgengi að nauðsynlegum lyfjum.

24.04.2018

Arnþrúður nýr formaður stjórnar

Arnþrúður nýr formaður stjórnar

Arnþrúður Jónsdóttir hefur tekið við sem formaður stjórnar Frumtaka í kjölfar aðalfundar sem haldinn var í mars. Arnþrúður er markaðsstjóri hjá Vistor, lyfjafræðingur frá HÍ og lýkur MBA námi frá HR nú í vor.

Aðrir í stjórn eru Andrea Ingimundardóttir, Davíð Ingason, Kristín Skúladóttir og Sólveig Björk Einarsdóttir. Nánar.

 

11.04.2018

Af niðurskurði er skammgóður vermir

Af niðurskurði er skammgóður vermir

Víðar en á Íslandi eru skiptar skoðanir um hvernig fjármunum er best varið í heilbrigðiskerfinu. Í Danmörku má fylgjast með áhugaverðri rökræðu um málið, en þar togast á sjónarmið um hvort fremur eigi að nýta lækningakosti sem fyrir eru, eða veita fjármunum í rannsóknir og þróun.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.