23.11.2017

Aukin upplýsingagjöf hjálpar til

Aukin upplýsingagjöf hjálpar til

Frumtök fagna sérstöku átaki sem Lyfjastofnun hefur sett af stað á samfélagsmiðlum til þess að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja.

15.11.2017

Rétta þarf kúrsinn til framtíðar

Rétta þarf kúrsinn til framtíðar

Nú þegar rykið sest að afloknum Alþingiskosningum er ekki úr vegi að skjóta að væntanlegri ríkisstjórn ábendingum um hluti sem betur mættu fara. Frumtök – samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi hafa um árabil kallað eftir stefnumörkun í heilbrigðismálum þar sem meðal annars yrði komið í veg fyrir þann vandræðagang sem einkennt hefur fjárveitingar til kaupa á nýjum lyfjum.

19.10.2017

Skorað á nýtt Alþingi

Skorað á nýtt Alþingi

Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.