21.01.2020

Skrifað undir uppfærðar samskiptareglur

Skrifað undir uppfærðar samskiptareglur

Við setningu Læknadaga 2020 í Hörpu skrifuðu Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands og Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaka undir uppfærðan samning um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf. Siðareglurnar byggja á nýuppfærðum reglum EFPIA.

10.12.2019

Góðir hlutir gerast hægt

Góðir hlutir gerast hægt

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti nýverið fyrir frumvarpi til nýrra Lyfjalaga á Alþingi og hefur málið nú gengið til velferðarnefndar þingsins. Gildandi lyfjalög eru komin til ára sinna. Frumvarpið sem nú er komið fram hefur verið lengi í undirbúningi og tekið miklum breytingum í umsagnar- og umræðuferli frá því það kom fyrst fram.

22.11.2019

Vegna umfjöllunar um lyfjaverð

Vegna umfjöllunar um lyfjaverð

Í tilefni af nýlegri umfjöllun um verð lyfja er rétt að minna á að samanburður á verði í ólíkum löndum getur verið bæði erfiður og villandi. Ólíkar aðferðir eru notaðar við verðlagningu í smásölu. Virðisaukaskattur er ekki alls staðar á lyfjum, né föst krónutöluálagning, líkt og hér er notuð.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.