30.06.2020

Ný lyfjalög samþykkt á Alþingi

Ný lyfjalög samþykkt á Alþingi

Nokkur tímamót urðu þegar Alþingi samþykkti ný lyfjalög á fundi sínum í gær, 29. júní. Lögin sem taka gildi um næstu áramót koma í stað laga frá 1994 sem bera þess merki að vera ríflega aldarfjórðungsgömul, þótt barið hafi verið í ýmsa bresti á þessum tíma.

28.05.2020

Lyfjaverð er ekki hærra hér

Lyfjaverð er ekki hærra hér

Í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að „ný og kostnaðarsöm“ lyf séu jafnan mun dýrari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. „Að því er við best vitum er þetta ekki rétt og ekki að sjá að nokkur gögn fái stutt fullyrðingu sem þessa,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.

08.05.2020

Ákvörðun sem styður gott framboð lyfja

Ákvörðun sem styður gott framboð lyfja

Um síðastliðin mánaðamót tók gildi ákvörðun Lyfjagreiðslunefndar um aukinn stuðning við veltulítil lyf. Ákvörðun nefndarinnar felur í sér heimild til hærri álagningar á veltulítil lyf, en viðmiðið, sem verið hefur óbreytt frá árinu 2005, var hækkað úr 3,5 milljónum króna í 6,0 milljónir.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.