Aðgengi sjúklinga að lyfjum

02.11.2012

755973_purple_pillsÞegar talið berst að aðgengi sjúklinga að lyfjum er lyfjaþróun aðeins önnur hlið peningsins. Hin er vitanlega sú að þau nýtist raunverulega fólki og bæti heilsu þess. Að þessu lýtur stjórnun verðlagningar og ákvarðanir yfirvalda er lúta að niðurgreiðslu lyfja, baráttan gegn fölsuðum lyfjum og að tryggja það að sjúklingar hljóti þá lyfjameðferð sem mælt hefur verið fyrir. Lyfjaiðnaðurinn allur hefur tekið höndum saman til að stuðla að framgangi þessara mála með stjórnvöldum, hagsmunaaðilum og fulltrúum almennings.

Nauðsynlegt að allir fái viðeigandi meðferðarúrræði
Lykilatriðið er að sjúklingar þurfi ekki að bíða of lengi til að komast í nauðsynlega lyfjameðferð og að samþykkt nýrra lyfja og niðurgreiðsluákvæði stjórnvalda séu örugg og skilvirk. Nauðsynlegt er að viðhafa þessar verklagsreglur hvort sem um er að ræða frumlyf eða samheitalyf. Í báðum tilfellum er lífsnauðsynlegt að nauðsynleg lyf berist sjúklingunum sem skjótast.

Við núverandi efnahagsaðstæður þarf að auka stefnumörkun og sveigjanleika kerfisins til að tryggja jafnræði meðal sjúklinga að nauðsynlegum lyfjum. Ein leið til þess er að hraða ferlinu er lýtur að verðlagningu lyfja og starfsháttum stjórnvalda þegar tekin er afstaða til íhlutanar hins opinbera í heilbrigðisgeiranum. Einnig þarf að huga að réttlátri verðlagningu á lyfjum sem tekur mið af efnahagsástandi viðkomandi lands en mörg þeirra hefur núverandi efnahagskrísa leikið ansi grátt.

Öryggi sjúklinga hefur forgang
Öryggi sjúklinga er og verður alltaf það viðmið sem starfsemin snýst fyrst og fremst um. Gríðarleg vinna hefur átt sér stað við að uppfæra núverandi reglugerðarverk er varðar aðgerðir til að vernda sjúklinga fyrir fölsuðum lyfjum sem hafa því miður orðið enn aðgengilegri með tilkomu internetsins. Að mati Evrópsku lyfjaöryggisstofnunarinnar eru 60% af þeim lyfjum sem keypt eru á netinu fölsuð, óekta eða gölluð.

Næsta skref í baráttu Efpia gegn lyfjafölsunum er innleiðing nýrrar evrópskrar reglugerðar auk þess að tryggja aukið og betra aðgengi að upplýsingum jafnt fyrir sjúklinga og lækna. Rekjanleiki lyfja, svo unnt sé að sannreyna uppruna þeirra, er einnig mikilvægur liður í að tryggja lyfjaöryggi. Lyfjaiðnaðurinn vinnur  nú þegar að því að setja upp evrópskt kóðunar- og númerakerfi  til þess að stemma ennfremur stigu við þeirri vá sem almenningi getur stafað af því ef aðilar sem víla ekki fyrir sér að falsa lyf og koma þeim í dreifingu fá að starfa óáreittir.

 

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.