Afmælisráðstefna Frumtaka

13.11.2015

Í tilefni af tíu ára afmæli samtakanna, buðum við til ráðstefnu í Hörpu hvar leitast var svara við grundvallarspurningunni Hver er réttur minn til heilbrigðisþjónustu? Við lögðum upp með að fara upp úr hjölförum hins daglega argaþrass, eins og við orðuðum það í kynningu ráðstefnunnar, og rökræða þessa grundvallarspurningu út frá sjónarhóli siðfræðinnar, læknisfræðinnar, lögfræðinnar og svo stjórnmálanna. Fjallað var um spurningar líkt og: Hver er réttur minn til heilbrigðisþjónustu? Er spurt um fjármuni þegar líf er annars vegar? Á að draga mörkin einhversstaðar og þá hvar? Getum við og eigum við að reka fullkomnasta heilbrigðiskerfi sem völ er á að veita? Framsögu á ráðstefnunni höfðu Birgir Jakobsson, landlæknir, Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. YouTube rás Frumtaka geymir nú upptökur af framsöguerindunum þremur, og fara þau í heild sinni hér á eftir.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.