Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er 10. október

10.10.2012

tveir-bolirVið fjöllum reglulega um ástæður þess að lyf skipta máli enda virðist full þörf á því í nútímasamfélagi þegar notalegt líf okkar flestra getur orðið til þess að við gleymum því hve gott við höfum það.

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn sem haldinn er í dag, 10. október, er dagur sem ber það göfuga markmið að bæta geðheilsu fólks og vekja athygli á geðheilbrigðismálum.

Það hefur borið töluvert á því í umfjöllun um geðheilbrigðismál á Íslandi að skilningur á geðsjúkdómum sé takmarkaður. Jafnvel hefur mátt tala um fordóma gagnvart þessum hópi.

Talið er að um 25% kvenna og 15% karla þarfnist meðferðar vegna þunglyndis á lífsleiðinni. Það er jafnframt staðreynd að um allan heim þjást 350 milljón manns af sjúkdómum eins og þunglyndi.

Þema 10. október í ár er því eðlilega „Depression: A Global Crisis“ eða Þunglyndi: Alþjóðleg vá.

Á Íslandi er gjarnan horft í kostnað vegna geðlyfja í stað þess að einblína á fjárfestinguna í góðri heilsu. Það er af þessum sökum sem nauðsynlegt er að berjast fyrir aðgengi sjúklinga að nýjum og góðum lyfjum.

Þá er varhugavert að vanrækja þennan flokk málefna í samfélagi sem glímir við mikinn samdrátt og atvinnuleysi. Rannsóknir hafa sýnt að líkurnar á þunglyndi aukast verulega eftir 18-24 mánuði af atvinnuleysi.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá árinu 2011 þjást um 75 þúsund manns á Íslandi af einhverskonar geðheilbrigðisvandamálum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér áhrif þess ef þessi málaflokkur er vanræktur og því er æskilegt að landsmenn taki höndum saman 10. október og styðji bæði við málefnið og jákvætt viðhorf gagnvart sjúkdómi sem mikill árangur hefur náðst í að meðhöndla.

Á heimasíðu Alþjóða geðheilbrigðisdagsins á Íslandi er hægt að styrkja félagið, meðal annars með kaupum á bolum.

Hér má finna fleiri upplýsingar um Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.