Amgen kaupir DeCode

19.12.2012

amgen_logoEins og fram kom í fjölmiðlum á dögunum keypti Amgen, eitt aðildarfyrirtækja Frumtaka, íslenska erfðafyrirtækið DeCode í síðustu viku en kaupin vöktu mikla athygli landsmanna. Ástæður þess eru ef til vill nokkrar, ekki síst viðburðarík saga fyrirtækisins. Það eru hinsvegar fleiri vinklar á sömu frétt því kaup Amgen á DeCode eru einnig til marks um breytingar í lyfjageiranum og hvernig hann hyggst nálgast lyfjarannsóknir í framtíðinni. Ástæðan er sú að á síðustu þremur áratugum hefur kostnaður við lyfjaþróun tífaldast og nemur hann nú 1,2 milljörðum punda samkvæmt nýrri rannsókn lyfjafyrirtækjanna en var áður 125 milljónir punda fyrir hvert lyf.

Með því að grundvalla lyf á genarannsóknum er líklegt að lyfjakostnaður aukist til skamms tíma en lækki til lengri tíma. Þetta er ein aðalástæða þess að Amgen sér mikið tækifæri í kaupum á erfðafyrirtæki eins og DeCode.

Lyfjafyrirtæki leita núna leiða til að draga úr þróunarkostnaði vegna lyfja og er af mörgu að taka. Regluverkið er flókið en ekki síður verður sífellt erfiðara og erfiðara að þróa ný lyf.

Þróunartíminn lengist og á sama tíma koma fram sífellt fleiri lyf sem ná á markað. Þetta þýðir að aðeins örfá lyf bera uppi þróunarkostnaðinn á sama tíma og verið er að reyna að skera niður fjárfestingu í lyflækningum í heilbrigðiskerfum víða um heim. Allt vísar þetta í sömu áttina þannig að færri lyf komast á markað.

Ein lausn getur verið sú að fjárfesta frekar í fyrstu stigum rannsókna og erfðarannsóknir geta stutt við þá lausn. Með því móti er hægt að draga úr afdrifaríkum og kostnaðarsömum rannsóknum, á síðari stigum, á lyfjum sem ekki reynast svo vera markaðstæk.

Í þessu ljósi mun verða mjög áhugavert að sjá hvernig þróunin á samstarfi Amgen og DeCode mun verða í framtíðinni enda ljóst að mikils er vænst af Íslenskri erfðagreiningu nú sem fyrr.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.