Aukin upplýsingagjöf hjálpar til

23.11.2017

Frumtök fagna sérstöku átaki sem Lyfjastofnun hefur sett af stað á samfélagsmiðlum til þess að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja.

 „Það verða ekki of mörg orð höfð um mikilvægi góðs samstarfs í heilbrigðisgeiranum,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka. „Aukin aðgát og tilkynningar um aukaverkanir lyfja hjálpa lyfjaframleiðendum að þróa og bæta þau lyf sem sett eru á markað.“

Fjallað var um átakið í fréttum RÚV í vikunni, en þar kom fram að Íslendingar standi sig verr en aðrar Norðurlandaþjóðir í að tilkynna alvarlegar aukaverkanir vegna lyfja.

Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að verkefnið sé hluti af samevrópsku átaki sem nú fari fram í annað sinn. „Í ár taka nítján Evrópulönd ásamt tveimur löndum utan Evrópu þátt í átakinu sem er samsvarandi fjöldi og á síðasta ári. Að auki er átakið keyrt með stuðningi Lyfjastofnunar Evrópu (EMA), framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Eurodis sem er bandalag samtaka sjúklinga með sjaldgæfa sjúkdóma í Evrópu,“ segir á vef Lyfjastofnunar.

Fylgjast má með átakinu á samfélagsmiðlum Lyfjastofnunar: Facebook, Twitter og Youtube.

Verði fólk vart við aukaverkun af lyfi þá er hægt að senda inn tilkynningu hér á vef Lyfjastofnunar.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.