Bretar hætta við áform um að skylda notkun samheitalyfja

15.10.2010
Bresk stjórnvöld hafa hætt við áform sín um að gera lyfjasölum það skylt að selja sjúklingum samheitalyf í stað frumlyfja, vegna vísbendinga um að það ógnaði heilsu sjúklinganna.

Í frétt á vef Daily Telegraph segir frá því að eftir að rannsókn sýndi að þriðji hver sjúklingur sem fékk samheitalyfið Simvastatin í stað frumlyfsins Lipitor, fékk ekki nægilega háan skammt af virka efni lyfsins, hafi verið hætt við. Blóðfita hækkaði hjá hluta sjúklinga sem tóku inn Simvastatin sem þýðir að hætta á hjartaáfalli og heilablóðfalli jókst.

Mánaðarskammtur af Lipitor kostar 26 pund í Bretlandi en sami skammtur af Simvastatin kostar 2 pund. Stjórnvöld sáu það því fyrir sér að mikið mætti spara með samheitalyfjunum. Það var þó ákveðið að fara ekki út í það að gera notkun samheitalyfja að skyldu vegna þess að það var ekki talið svara kostnaði.

„Við vitum að það má ná fram verulegum sparnaði með notkun samheitalyfja þar sem þau eiga við“, sagði Lord Howe, heilbrigðisráðherra Bretlands. „Við erum þó þeirrar skoðunar að þvingunaraðgerðir sem þessar innan grunnþjónustunnar séu of stýrandi.“

Dr Richard Barker, framkvæmdastjóri bresku Lyfjastofnunarinnar, segir það vilja stofnunarinnar að sjúklingar fái þau lyf sem læknar þeirra mæli með, og sem séu á sem bestu verði. „Læknar eru ennþá hvattir til að ávísa samheitalyfjum þar sem því verði við komið, en það eru þó margir sjúklingar sem þurfa frumlyf. Við sjáum það innan heilbrigðisþjónustunnar (NHS) að stundum er verið að skipta út lyfjum hjá þessum sjúklingum og þar með stofna heilsu þeirra í hættu.“

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.