Brýnt að greiða úr frumskóginum varðandi upptöku á nýjum lyfjum

10.10.2014

slaufaÍ ágætri fréttaskýringu Ingveldar Geirsdóttur blaðamanns hjá Morgunblaðinu sl. mánudag, er fjallað um nýtt og árangursríkt lyf við ákveðinni tegund brjóstakrabbameins, sem komið er í notkun í nágrannalöndunum, en ekki á Íslandi.

Í fréttinni er fjallað um lyfið Perjeta, sem vakið hefur mikla athygli vegna þess árangurs sem það virðist hafa á lífslíkur sjúklinga með þá tegund af ólæknandi brjóstakrabbameini sem kallast HER 2. Með notkun þess aukast lífslíkur sjúklinganna um 15 mánuði. Hér á landi er um 15% kvenna með HER 2 og myndu því ekki margar konur þurfa á lyfinu að halda væri það í boði. Lyfið er komið í notkun í flestum nágrannalöndunum og af skiljanlegum ástæðum er mikilvægt fyrir konur með HER 2 að fá aðgang að lyfinu sem fyrst.

Í fréttinni kemur fram að Sjúkratryggingar bera það fyrir sig að enn sé ekki komið verð á lyfið hér á landi. Þó liggur hið gagnstæða fyrir þegar leitað er upplýsinga hjá Lyfjaverðskrá, enda er lyfið bæði komið með markaðsleyfi hér á landi og hefur verið markaðssett.

Frústrerandi ákvarðanataka

Friðbjörn segir það geta verið frústrerandi hvernig ákvarðanir séu teknar hér á landi. „Mér skilst að Sjúkratryggingar Íslands séu með fimm viðmiðunarlönd, Norðurlöndin og Bretland, og ekki séu tekin upp lyf nema þau öll fimm hafi samþykkt notkunina. Bretar til að mynda nota góðar og en afar strangar leiðbeiningar frá NICE-stofnuninni - National Institute for Health Care Excellence. Stundum segja Sjúkratryggingar að þeir ætli ekki að taka upp nýtt lyf þar sem NICE hafi ekki enn lagt blessun sína yfir lyfið. En vandamálið við þá leið er að Bretar hafa aðrar leiðir til að fá lyfin en í gegnum NICE, það eru t.d. ýmsir sjóðir sem styðja fólk til að fá krabbameinslyf og þá hefur fólk miklu meira aðgengi að klínískum rannsóknum í Bretlandi heldur en hér,“ segir Friðbjörn í samtali við Morgunblaðið, og bætir því við að læknum finnist svolítið ósanngjarnt að neita lyfi á þeim forsendum að það sé ekki samkvæmt leyfisveitingu NICE á sama tíma og það liggi fyrir að fólk í Bretlandi fái lyfin þó svo að NICE hafi ekki samþykkt notkun þeirra.

Sem leið til úrbóta í þessum efnum telur Friðbjörn vel koma til greina að Íslendingar semji við lyfjayfirvöld í t.d. Svíþjóð eða Danmörku um að nýta þarlendar reglur og ákvarðanir, enda sé snúið fyrir fámenna þjóð að ákveða hvaða lyf séu notuð og hver ekki. „Hvers vegna eiga tugir manna að vera að standa í mikilli vinnu hér á landi að ákveða hvort eigi að taka lyf upp eða ekki þegar aðilar svo sem í Stokkhólmi eru að gera það nákvæmlega sama og geta jafnvel gert betur?“

Það er full ástæða til að taka undir með Friðbirni í þessum efnum. Jafnframt er athyglisvert í þessu ljósi að benda á umfjöllun í Skotlandi, en þar var nú í vikunni kynntur til sögurnnar nýr sjóður sem fjármagnar kaup á nýjum lyfjum og nýjum meðferðarrúrræðum – löngu áður en NICE hefur fjallað um viðkomandi lyf og meðferðir og hvað þá samþykkt notkun á þeim.

 

fbs

Friðbert Sigurðsson krabbameinslæknir. Mynd: visir.is/pjetur

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.