Dýpkum lyfjaumræðuna á nýju ári

04.01.2013

1024773_commercial_internet_databaseSamskipti eru lyfjafyrirtækjum bráðnauðsynleg enda eru góð samskipti, helst með því sem kallað er endurgjöf, ein helsta leið lyfjafyrirtækja til þess að nálgast upplýsingar um þarfir ýmissa hagaðila í geira sem annars lítur afar ströngum reglum. Á nýju ári er ágætt að velta vöngum yfir mikilvægi samskipta lyfjafyrirtækja og annarra hagaðila.

Eitt hlutverka Frumtaka er að styðja við gagnlega umræðu um lyf á Íslandi. Markmiðið er ljóst. Lyf eru nauðsynleg og aðgangur að nýjum lyfjum er mikilvægur öllum helstu hagaðilum, sjúklingum, læknum, samfélaginu sem og lyfjafyrirtækjunum sjálfum.

Ein leið sem Frumtök notar er virk heimasíða þar sem fjallað er um ýmislegt er varðar lyfjamál. Á heimasíðu Frumtaka má finna fjölda frétta og greina og nýlega bættist við mælaborð Frumtaka þar sem hægt er að draga fram ýmsar forvitnilegar tölur úr íslensku lyfjaumhverfi með hjálp Datamarket.

Heimasíða Frumtaka gegnir þannig mikilvægu upplýsingahlutverki með því að skrá upplýsingar og fjalla um málefni þar sem oft hallar á annan aðilann í daglegri umræðu. Sem dæmi má nefna að sá misskilningur er enn töluvert algengur að lyfjaverð á Íslandi sé hátt. Með virkri upplýsingamiðlun hefur hinsvegar tekist að færa fleiri heim sanninn um að lyfjaverð á Íslandi er lægra en í þeim viðmiðunarlöndum sem við berum okkur við.

Þó samskiptin eigi sér ekki stað á heimasíðu Frumtaka þá er heimasíða Frumtaka sífellt í samræðum við aðra, til dæmis fjölmiðla, bloggara, stjórnmálamenn og neytendur. Umræðan skilgreinir sig þannig sjálf og þátttaka Frumtaka og annarra í umræðunni verður til þess að dýpka hana sem vonandi leiðir til nýrra lausna og skilnings.

Lesendur heimasíðu Frumtaka eru þannig væntanlega ekki eingöngu fagfólk lyfjaiðnaðarins, áhugafólk um heilbrigðismál og fjölmiðlafólk, heldur læknar, hjúkrunarfólk, starfsfólk, samkeppnisaðilar, eldri borgarar og svo framvegis. Ástæða þessarar fjölbreyttu skírskotunar er sú að lyfjamál snúast í raun um fólk.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.