EFPIA virkur þátttakandi í baráttunni gegn ebólu

21.11.2014

Fjárhagsáætlunin er uppá 280 milljónir evra og verður varið til að þróa, framleiða, flytja og geyma bóluefni, tryggja samræmi í meðferð þess og stuðla að hraðari úrvinnslu greiningarprófa. Verkefnið hefst í byrjun næsta árs og frekari ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu mánuðum. Evrópusambandið hyggst leggja jafnháa upphæð til þessa sama verkefnis, 280 milljónir evra, og verða því um 86 milljarðar króna til ráðstöfunar í þessu mikilvæga verkefni. 

Forgangsmál

Richard Bergstrom, framkvædastjóri EFPIA, segir að það sé algjört forgagsmál í lyfjaiðnaði heimsins að stöðva útbreiðslu ebóluveikinnar. Iðnaðurinn hafi langa reynslu af því að finna upp og efla varnir gegn hvers konar hættulegum sjúkdómum sem skekið hafa heimsbyggðina og ástandið í Vestur-Afríku um þessar mundir feli í sér miklar og fordæmalausar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfi landanna.

 

Mörg af helstu lyfjafyrirtækjum heims vinna hörðum höndum að þróun mótefnis gegn ebólu enda áríðandi að stöðva útbreiðslu veikinnar og koma í veg fyrir að hún breiðist til fleiri landa en orðið er. Nýlega ræddi bandaríski sjónvarpsþáttastjórnandinn Charlie Rose við Andrew Witty, hinn breska forstjóra Glaxo Smith Kline (GSK) um þróun bóluefnis gegn ebólu. Í viðtalinu leggur Witty einmitt áherslu á það hveru mikilvægt sé að ráða niðurlögum veikinnar. Að öðrum kosti verði lyfjaiðnaðurinn að vera undir það búinn að geta framleitt nægilegt magn gegn hugsanlegum faraldri, fari allt á versta veg. 

Malaría skæðari

Á hinn bóginn leggur Witty jafnframt áherslu á að þrátt fyrir alvarleika ebólunnar sé meginverkefni lyfjafyrirtækja og heilbrigðiskerfa heimsins að ná tökum á malaríu sem herjar á fólk í hitabeltislöndunum og deyðir allt að 800 þúsund börn undir sex ára aldri á hverju ári. 

Nánari upplýsingar

geographic-map-WHO-29-oct-2014

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.