Ekkert lát er á sjúkdómum

27.07.2017

Yfir 300 fulltrúar og frummælendur mættu á ársfund Evrópusamtaka fyrirtækja og samtaka í lyfjaiðnaði (EFPIA) í fyrri mánuði þar sem fjallað var um mál bæði stór og smá sem geirinn stendur frammi fyrir til lengri og skemmri tíma.

Stórum hluta fundarins var varið í yfirferð á nýjungum sprottnum upp úr rannsóknum og þróun sem von er á frá aðildarfélögum og fyrirtækjum EFPIA og gætu umbylt nálgun á meðhöndlun sjúkdóma og mætt þörf á meðferð þar sem hana hefur skort.

Þá var á fundinum hleypt af stokkunum metnaðarfullu átaki undir merkinu #WeWontRest (eða #ViðUnnumOkkurEkkiHvíldar) þar sem formgerð er skuldbinding lyfjageirans til framtíðar um linnulausa baráttu gegn sjúkdómum.

Á vefsíðu EFPIA um átakið er vísað til þess að sjúkdómar taki sér aldrei hvíldarpásu og því muni lyfjageirinn ekki gera það heldur og skýrir það heitið #WeWontRest. Nýsköpun á heilbrigðissviði þurfi að leitast við að vera skrefi á undan sjúkdómum þannig að raunverulegur árangur náist. „Og við unnum okkur ekki hvíldar fyrr en tekist hefur að gera heiminn að heilsusamlegri stað fyrir alla,“ segir þar.

EFPIA heitir því að hætta ekki fyrr en CAR-T frumumeðferð getur stutt líkamann í að berjast á móti krabbameinum og koma þannig mögulega í staðinn fyrir þungbærar efnalækningar (e. chemotherapy); að rannsaka genameðferð sem vísbendingar séu um að breytt geti lífi sjúklinga með dreyrasýki B og aðstoðað við að útrýma skyldum sjaldgæfum sjúkdómum; bent er á að með því að sameina fleiri en eina meðferð krabbameina megi hjálpa fólki til betri heilsu og heita samtökin því að unna sér ekki hvíldar fyrr en tökum megi ná á lungnakrabbameini (NSCLC) eða jafnvel lækna það; ekki verði lát á rannsóknum fyrr en ný meðferð verði fundin sem stöðvað geti framgagn Alzheimers-sjúkdómsins, sem sé ein af stærri heilbrigðisvá sem steðji að í Evrópu; ekki verði hætt fyrr en frumumeðferð geti komið í staðinn fyrir ævilanga insúlíngjöf hjá sjúklingum með sykursýki; og ekkert lát verði á rannsóknum fyrr en bakteríudrepandi einstofna mótefni geti unnið á móti viðnámi gegn mótefnum og unnið þannig gegn bakteríusýkingum.

Fjallað er um átakið og þessi metnaðarfullu markmið í myndbandinu hér að neðan:

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.