Endingartími lyfja og förgun útrunninna lyfja

15.02.2013

697993_trash_bin_fullMikilvægt er að minna reglulega á hvernig beri að umgangast lyf, þá sérstaklega með tilliti til endingartíma þeirra og förgunar.

Rétt er að hvetja til þess að fylgjast vel með endingartíma lyfja og hafa hugfast að útrunnin lyf á að fara með í næstu lyfjaverslun til fögunar, því lyfjum má ekki farga á með hefðbundnu sorpi.

Talið er að stór hluti gamalla lyfja fari annað hvort beint í ruslið eða sé bókstaflega sturtað niður í salernið. Þetta er bæði slæmt fyrir umhverfið og áhættusamt, því líkurnar á því að lyfin lendi í röngum höndum eru nokkrar.


Við bendum á að lyfjaverslanir taka við lyfjum til förgunar. Það væri æskilegt að deila þeim upplýsingum með sem flestum því rannsóknir víða um heim hafa sýnt að einungis hluti lyfja skilar sér til förgunar á réttan hátt.

Margir spyrja sig af hverju lyf renni út. Stutta svarið er að lyf hafa síðasta söludag, rétt eins og matvara. Virk efni lyfjanna eru óstöðug og þau geta misst virkni sína með tíma og niðurbrotsefni geta einnig myndast. Þá eru lyf einnig mismunandi hvarfgjörn en niðurbrot af þeim sökum getur verið vegna oxunar, ljóss eða raka.

Síðasti neysludagur sem gefinn er upp á umbúðum lyfja er sá tími sem framleiðandi lyfsins ábyrgist 100% virkni.

Munum að lyf eru lífsnauðsynleg. En munum líka að það er nauðsynlegt að farga útrunnum lyfjum rétt.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.