Engin ný sjúkrahúslyf það sem eftir lifir árs

10.04.2015

Þetta er staða málsins þrátt fyrir að Ísland sé nú þegar eftirbátur nágrannaþjóðanna hvað þetta varðar og sem lýsir sér fyrst og fremst í því að alvarlega veikir sjúklingar hér á landi njóta ekki lengur sömu meðferðarrúrræða og sjúklingar annarra þjóða og hafa ekki gert um nokkura ára skeið.

 

Í viðtali við Morgunblaðið þann 28. mars segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, að upptaka nýrra lyfja gangi of hægt fyrir sig og kerfið sé of þungt í vöfum. Hann segir lækna vilja geta boðið fyrr upp á fleiri ný lyf. „Í ákveðnum tilvikum myndi það fjölga möguleikum í meðferð ef við hefðum aðgang að þessum lyfjum,“ segir Gunnar. Hann segir þau vissulega dýr en alla jafna mæli læknar eingöngu með lyfjum sem þeir telja að muni veita aukna möguleika í krabbameinsmeðferðum.

Oft hægt að fresta framgangi krabbameins

„Það hafa komið fram nýir möguleikar með þessum nýju lyfjum. Þessum auknu möguleikum fylgir að hægt er oft að fresta framgangi krabbameinsins og lengja líf sjúklinga, eða að hægt er að meðhöndla fólk sem þolir ekki einhverja aðra krabbameinsmeðferð.

Lyfjagreiðslunefnd hafnar óskum

Þróunin hefur almennt verið sú að fólk lifir lengur eftir greiningu krabbameins,“ segir Gunnar í viðtali við Morgunblaðið. Gunnar segir lækna ekki mæla með upptöku þeirra lyfja sem þeir telji lítinn ávinning af. Telji þeir hins vegar ávinning af nýju lyfi óski þeir eftir heimild til að hefja notkun þess. Nokkuð algengt sé þó að Lyfjagreiðslunefnd hafni beiðninni eða fresti ákvörðun.

Alvarlegt mál

Að mati Frumtaka er alvarlegt mál að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir meira svigrúmi til upptöku nýrra leyfisskyldra lyfja við gerð gildandi fjárlaga en raun ber vitni. Það er óásættanlegt að nú, þegar árið er í raun rétt nýhafið, skuli engar fjárheimildir vera til staðar og búið að skrúfa fyrir allar umsóknir um innleiðingu nauðsynlegra lyfja fyrir alvarlega veika sjúklinga hér á landi.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.