Er heilbrigðiskerfið fjárfesting eða útgjöld?

22.03.2013

475767_prove_it_Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, skrifaði grein sem birt var í Viðskiptablaðinu þann 21. mars með yfirskriftinni „Að fjárfesta í heilbrigðiskerfinu“ en þar ber Jakob Falur saman menntun og heilbrigði og hvernig við nálgumst hvorutveggja á mismunandi hátt í íslensku samfélagi.

Í greininni kemur fram að iðulega er talað um fjárfestingu í menntun og þó engin ofrausn hafi verið af þeirri fjárfestingu undanfarin ár nýtur menntakerfið töluvert betri stöðu en heilbrigðiskerfið – enda er í heilbrigðiskerfinu iðulega talað um útgjöld.

Almenn samstaða er um menntun ef marka má stefnu stjórnmálaflokka og umfjöllun fjölmiðla. Ljóst er að ekki er hægt að byggja upp lífvænlegt samfélag án þess að styðja við helstu atvinnugreinar landsins með vel menntuðu og hæfileikaríku fólki.

Það skýtur því skökku við að það skuli teljast til útgjalda að gera fólkinu í landinu kleift að sinni vinnu sinni sem best. Alvarlega veikur viðskiptafræðingur getur ekki nýtt menntun sína, þjóðfélaginu og sér sjálfum til góða.

Það er alveg ljóst að það kemur þjóðfélaginu til góða að fjárfesta í heilbrigðiskerfinu því annars er ekki hægt að koma einstaklingum sem fyrst aftur til heilsu og út á vinnumarkaðinn.

„Það er því rangt að tala um heilbrigðiskerfið og útgjöld til þess sem bagga á þjóðfélaginu. Förum sem best með þá fjármuni sem við notum í heilbrigðiskerfið en viðurkennum um leið nauðsyn þess og meira að segja fjárhagslegan ávinning af skynsamlega reknu heilbrigðiskerfi,“ skrifar Jakob í Viðskiptablaðið.

Fyrsta skrefið er að horfast í augu við það að við þurfum að fjárfesta í heilbrigðiskerfinu og hætta að tala um kerfið sem útgjaldalið. Þetta gætu stjórnmálamenn haft hugfast á næstu misserum.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.