Erindi um framtíð frumlyfja á íslenskum heilbrigðismarkaði

05.05.2010

Félag AtvinnurekendaFélag atvinnurekenda gekkst nýverið fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Heilbrigðisþjónusta á Íslandi – langtímahugsun eða skaðlegar skammtímareddingar. Mörg fróðleg erindi voru flutt á ráðstefnunni, þar á meðal af Robin Turner, forstjóra Roche í Danmörku, en Roche er eitt af aðildarfyrirtækjum Frumtaka.


Í erindi sínu fór Robin Turner yfir framtíð frumlyfja á íslenskum heilbrigðismarkaði, frá sínum bæjardyrum séð, og verður að segjast eins og er að í máli hans kom fram að samskipti við íslensk heilbrigðisyfirvöld eru fyrir fyrirtæki sem Roche mikið umhugsunarefni. Glærur hans af fundinum eru hér, en þar má í raun lesa erindi hans í hnotskurn

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.