Framþróun í lyfjavísindum og öryggi sjúklinga

26.06.2015

vefmynd3Samfélag okkar mannanna væri mjög ólíkt þeim veruleika sem við búum við í dag ef lyfja nyti ekki við. Lyf á borð við sýklalyf og bóluefni koma t.d. í veg fyrir veikindi og bjarga milljónum mannslífa á ári hverju. Aftur á móti eru lyf vandmeðfarin og má skilgreina þau sem virkt efni sem komið hefur verið fyrir í sérhæfðu lyfjaformi, t.d. töflu. En frá því að þetta virka lyfjaefni er uppgötvað og þar til lyf fara á markað fara fram þrotlausar rannsóknir, þróunarvinna og prófarnir til að tryggja öryggi þess sem lyfið fær. Vönduð og vel rannsökuð lyf skipta oft sköpum og ljóst að án lyfja hefði framþróun heilbrigðismála orðið með öðrum hætti en við þekkjum.

 Skemmtileg upplýsinga- og kynningarsíða

Staðreyndin er sú að lyf eru nauðsyn í nútíma samfélagi og ein meginstoð öflugs heilbrigðiskerfis. Framfarir á sviði læknavísinda hafa verið samtvinnaðar öllum þeim merku áföngum sem náðst hafa í lyfjavísindum og víst má telja að lyf komi við sögu í flestum þeim tilvikum sem sjúklingur þaf á læknisaðstoð að halda og nær bata. Öll hesltu lyf sem við þekkjum urðu til á síðustu öld og nú á 21. öldinni er þekking á sviði lífvísinda að opna nýjar dyr að betri og markvissari meðferð sjúkdóma og forvörnum gegn þeim. En þetta ferli er flókið og langt og fyrst og fremst er mikilvægt að tryggja á öllum stigum öryggi sjúklinga. Skemmtileg og einföld upplýsingasíða um öryggi lyfja hefur nú verið sett í loftið, reyndar á ensku, en gaman að kynna sér nánar, sjá hér.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.