Frumtök 10 ára

26.10.2015

Mánudaginn 26. október 2015 voru tíu ár frá því stofnfundur Frumtaka var haldinn á Hótel Sögu. Frá stofnun hefur tilgangur Frumtaka verið að efla og dýpka umræðu um lyfja- og heilbrigðismál hér á landi og að gæta þess að hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök taka þátt í umfjöllun um framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, tala fyrir eftirsóknarverðu umhverfi fyrir rannsóknir og þróun lyfja hér á landi og annast sameiginleg hagsmunamál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Frumtök vilja takast á við áskoranir heilbrigðiskerfisins á uppbyggilegan og málefnalegan hátt, í samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, félagasamtök og stjórnmálaflokka. Meðal stofnaðila Frumtaka eru öll helstu frumlyfjafyrirtæki heims og umboðsfyrirtæki þeirra hér á landi, auk þeirra sem sinna rannsóknum og þróun á þessu sviði hér á landi. Á stofnfundinum fyrir tíu árum var fyrsta stjórn samtakanna kosin, sbr. meðfylgjandi tíu ára gamla mynd. Á myndinni eru Erna Jóna Sigmundsdóttir, Hjörleifur Þórarinsson, formaður stjórnar, Guðrún Ýr Gunnarsdóttir, Pétur Magnússon, Guðbjörg Alfreðsdóttir og Davíð Ingason. Rúna Hauksdóttir var einnig í fyrstu stjórninni en hana vantar á myndina.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.