Frumtök taka þátt í Norrænni ráðstefnu um Lyfjagát

03.04.2014

Mikilvægt er að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar.Þann 3. apríl var haldin Norræn ráðstefna um Lyfjagát í Kaupmannahöfn. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin og á henni gefst þeim sem starfa innan lyfjaiðnaðarins einstakt tækifæri á að hitta norræna starfsbræður.
 
Auk þess gefst ráðstefnugestum tækifæri til að hlýða á fulltrúa lyfjaeftirlitsins, lykilmenn hjá lyfjafyrirtækjunum og þeirra sem sjá um stefnumótun varðandi löggjöf um lyfjamál.

Mikilvægt er að tryggja öryggi sjúklinga sem best. Það er ekki aðeins gert með því að tryggja þeim besta mögulega aðgengi að lyfjum og sjá til þess að nægilegu fé sé varið í rannsóknir á lyfjum.

Hvað er Lyfjagát (Pharmacovigilance)?
Mikilvægur þáttur í lyfjaöryggi er endurgjöf frá sjúklingunum sjálfum þar sem þeir tilkynna heilbrigðisstarfsfólki um aukaverkanir sem þeir hafa fundið fyrir við notkun á tilteknu lyfi.

Allar þessar tilkynningar eru skráðar auk uppruna þeirra og vistaðar í Lyfjagát þar sem unnið er úr gögnunum og þau nýtt til að stuðla að enn frekara öryggi sjúklinga.

Öllum er heimilt að tilkynna til Lyfjastofnunar verði þeir var við aukaverkanir. Lyfjastofnun tekur við tilkynningum frá heilbrigðisstarfsfólki og almenningi en þó er þeim tilmælum beint til fólks að finni það fyrir aukaverkunum af lyfi er því ráðlagt að hafa samband við lækni. Náist ekki í lækni getur fólk tilkynnt aukaverkanir til lyfjafræðings í apóteki eða snúið sér beint til Lyfjastofnunar.

 

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.