Fyrsta rafræna umsóknin um lyfjaskírteini

23.03.2010
Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að nýverið var send fyrsta rafræna umsóknin um lyfjaskírteini og urðu þar með nokkur tímamót í rafrænni þjónustu við sjúklinga. Nánar segir á vef Sjúkratrygginga:

Nú fyrir stuttu voru tímamót í sögu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) þegar Heilsugæslustöðin í Efra  Breiðholti sendi stofnuninni fyrstu rafrænu umsóknina (Umsókn um lyfjaskírteini). Er um að ræða mikinn ávinning fyrir viðskiptavinina.  Af þessu tilefni veittu starfsmenn lyfjadeildar SÍ yfirlækni Heilsugæslustöðvarinnar blómvönd.

Það var Ólafur Stefánsson læknir á Heilsugæslustöðinn í Efra Breiðholti sem sendi fyrstu umsóknina í gegnum rafrænu gátt Sögukerfis TM Software og hafa í kjölfarið komið fleiri umsóknir frá sömu stöð.  Með þessu opnast leið fyrir heilbrigðisstofnanir til að skila umsóknum og vottorðum á rafrænu formi til SÍ sem aftur sparar mikinn kostnað en einnig tíma við innslátt og afgreiðslu mála. 

Lyfjaskírteini auka greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í lyfjakostnaði einstaklinga umfram almenna greiðsluþátttöku. Læknar sækja um lyfjaskírteini fyrir einstaklinga sem SÍ gefa út að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sjúkratryggðir þurfa síðan að framvísa þeim í apótekum, en strax í apríl nk. er ætlunin að gera það óþarft með útgáfu og sendingu rafrænna lyfjaskírteina til apóteka.

Fréttina í heild sinni má finna hér.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.