Gildistöku laga um greiðsluþátttöku frestað til áramóta

28.09.2012

971655_cross_1Nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi eftir að lög þar að lútandi voru samþykkt á þingi. Áður hafði verið fyrirhugað að lögin tæku gildi 1. október.

Lögin fela í sér nýtt kerfi fyrir greiðsluþátttöku vegna lyfjakostnaðar sjúklinga auk breytinga á lyfjalögum með það að markmiði að styrkja starfsemi Sjúkratryggingastofnunar á lyfjagreiðslugrunni.

Frumvarpið sem lá til grundvallar lagabreytingunni var unnið í víðtækri sátt við helstu hagaðila og er um mikilvægt framfaraskref að ræða.

Helstu þættirnir sem lögin taka á eru:

•    Aukið samráð hagsmunahópa
Stigið var skref í þá átt að allir fái meðferðarúrræði við hæfi án tillits til fjárhags
•    Kerfisbreytingarnar auka jöfnuð
Sjúklingur greiðir tiltekið hlutfall kostnaðar fyrir hverja lyfjaávísun og þátttaka hins opinbera eykst í þrepum í hlutfalli við aukin fjárútlát
•    Minni gjaldtaka fyrir þá tekjulægstu
Gjaldtaka hjá öldruðum, öryrkjum og börnum verður lægri
•    S-merkt lyf og sýklalyf falla ekki innan kerfisins en til að mynda eru í hinu nýja kerfi ákvæði sem tryggja sama greiðslufyrirkomulag á lyfjum óháð vistunarstað sjúklings sem á að koma í veg fyrir að hjúkrunarheimili beri lyfjakostnað vistmanna

Gildistöku laganna var frestað þar sem nauðsynlegt var að ljúka gerð reglugerðar og lyfjagreiðslugrunns auk breytinga á tölvukerfi Sjúkratryggingastofnunar.

Nokkur hætta er á að skammur tími til undirbúnings gildistökunnar geti valdið vandræðum en breytingarnar eru þó taldar mjög til bóta.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.