Grafalvarlegt þegar fölsuð lyf komast í umferð

30.05.2014

Stærstu alþjóðlegu aðgerð gegn sölu ólög­legra og falsaðra lyfja sem fram­kvæmd hef­ur verið er nýlokið og náði aðgerðin m.a. hingað til lands. Vel á annað hundrað stofn­an­ir í hundrað og ellefu lönd­um tóku þátt í aðgerðinni, sem varð til þess að á þriðja hundrað manns voru handteknir. Þúsundir vefauglýsinga voru fjarlægðar og tugþúsundum vefsíða lokað í aðgerðinni. Hér á landi tóku Embætti Toll­stjóra og Lyfja­stofn­un þátt í aðgerðinni sem leiddi til þriggja mála sem snúast um innkaup ólöglegra lyfja á netinu og endursölu hér á landi.

 

Samkvæmt því sem fram hefur komið varð aðgerðin til þess að lagt var hald á yfir níu milljónir póstsendinga af fölsuðum megr­un­ar­lyfjum, krabba­meins­lyfjum, malaríu­lyfjum og stinn­ing­ar­lyfjum. Talið er að markaðsvirðið sé um 36 millj­óna doll­ara, en í heild eru yfir 1200 mál í rannsókn á vegum yfirvalda um allan heim.

Verslun með fölsuð og ólögleg lyf er grafalvarlegt mál

Þessi ólöglega starfsemi er einungis framkvæmanleg í gegnum netið, en í aðgerðinni voru meira en 19 þúsund auglýsingar á ólög­leg­um lyfj­um fjar­lægðar og yfir 10 þúsund vefsíðum lokað. Hér á landi hafa fölsuð lyf aldrei komist í umferð eftir hefðbundnum leiðum vegna þess hve traust eftirlits- og dreifingarkerfi við búum við. Ferlið byggir á traustum viðskiptum við örugga birgja. Þess vegna er nær alveg öruggt að kaupi fólk lyf á netinu fái það í hendur ólöglegar falsanir og jafnvel stórhættuleg efni, sem stefnt getur heilsu viðkomandi í alvarlega hættu. Því er mikilvægt að efla fræðslu meðal almennings um þá miklu áhættu sem tekin er með viðskiptum með lyf á netinu.

Væg refsilöggjöf

Frumtök hafa áður bent á að lyfjafalsanir eru vaxandi vandamál sem taka þarf á af fullum krafti. Finna þarf langtímalausn á vandamálinu, sem teygir anga sína hingað til lands eins og önnur alþjóðleg glæpastarfsemi. Vandamálið má að einhverju leyti rekja til vægrar refsilöggjafar miðað við hve alvarlegar afleiðingarnar geta verið. Af þeim sökum sjá margir skipulagðir glæpahópar sér hag af því að einbeita sér fremur að framleiðslu og dreifingu á fölsuðum lyfjum en fíkniefnum enda talið að það sé 25 sinnum ábatasamara að falsa lyf en framleiða fíkniefni.

Nánari upplýsingar

FakeDrugs

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.