Greiðsluþátttaka fullorðinna í metýlfenídatlyfjum óljós

26.10.2012

80382_domino_series_1Frá því að fjárlagafrumvarp fyrir árið 2013 var lagt fram í september hefur töluvert verið rætt um fyrirhugaða niðurfellingu á greiðsluþátttöku ríkisins í metýlfenídatlyfjum fyrir fullorðna.

Þegar hefur komið fram að rökin sem gefin voru fyrir ákvörðuninni í fjárlagafrumvarpinu áttu ekki við rök að styðjast enda er gert ráð fyrir notkun metýlfenídatlyfja í klínískum leiðbeiningum fyrir fullorðna.

Fregnirnar af því að greiðsluþátttakan verði felld niður hafa að mestu verið dregnar til baka og á fundi velferðarnefndar nú í vikunni kom fram hjá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, formanni nefndarinnar, að í máli embættismanna velferðarráðuneytis hefði komið fram að ekki væri stefna að hækka greiðslur hjá fullorðnu fólki.

Sigríður nefnir að vilji sé til þess að ríkið haldi áfram greiðsluþátttöku hjá þeim einstaklingum sem þegar hafa fengið greiningu. Eftir stendur að ráðgert var að spara 220 milljónir og enn hefur ekki komið fram hvernig á að ná fram þeim sparnaði án þess að skerða greiðsluþátttöku fyrir þennan hóp.
Í frétt á visir.is kom fram hjá Sigríði að ánægja væri með fyrirhugaða reglusetningu um að ekki megi ávísa metýlfenídatlyfjum nema til þeirra sem hafa hlotið greiningu.

Út frá ofangreindu má gera ráð fyrir að reiknað sé með að stór hluti núverandi notenda hafi ekki fengið greiningu og hið opinbera muni þar af leiðandi ekki taka þátt í áframhaldandi greiðsluþátttöku. Hér er mikilvægt að varlega verði farið.
Þá má taka undir með Sigríði að vissulega sé ánægjulegt að sjá loksins sjónum beint að heilbrigðiskerfinu sjálfu, það er að segja leiðinni sem notuð er við ávísanir, fremur en einblína á sjúklingana sem vandamál, líkt og tilhneigingin hefur því miður verið með þá sem þurfa lyf vegna ADHD.

Hinsvegar má ekki gleymast að aðgengi að lyfjum er lykilatriði fyrir alla sjúklinga.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.