Hægt að spara í heilbrigðiskerfinu með <br>því að afnema vsk af lyfseðilsskyldum lyfjum

30.01.2015

Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Ásrúnar skilaði virðisaukaskattur ríkissjóði um fjórðungi tekja árið 2013, eða um 149 milljörðum króna, þar af rúmlega einum milljarði af lyfseðilsskyldum lyfjum. „Þetta er lægri upphæð en búast mætti við þegar litið er til lyfjakostnaðar. Ástæðan er sú að ríkissjóður ber stóran hluta lyfjakostnaðar óbeint með framlögum til sjúkrastofnana og SÍ. Það er því ekki hægt að segja að virðisaukaskattur sem þessar stofnanir greiða skili sér sem tekjur í ríkissjóð. Tekjur ríkissjóðs af lyfseðilsskyldum lyfjum er því aðeins af þeim kostnaði sem notendur greiða,“ segir Ásrún.

 

Við erum sér á báti

Síðan segir Ásrún: „Skattheimta snertir ýmsar spurningar um sanngirni, réttlæti og jafnræði og er ýmis vara og þjónusta undanþegin virðisaukaskatti eða skattlögð í lægra skattþrepi. Lyf eru frábrugðin almennri neysluvöru að mörgu leyti og taka þarf tillit til þess læknisfræðilega og þjóðhagslega gagns sem þau gera. Ábati lyfja kemur meðal annars fram sem sparnaður á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins og beita lang flestar Evrópuþjóðir virðisaukaskattskerfinu til að draga úr lyfjakostnaði sjúklinga.“

 

Lyfjagreiðslunefnd stýrir verðlagningu

Ásrún segir að ef virðisaukaskattur væri felldur af lyfseðilsskyldum lyfjum væri hægt að sjá til þess að verðlækkunin skilaði sér til notenda. Verðlagning á lyf er ekki frjáls heldur stýrt af lyfjagreiðslunefnd. „Lægri lyfjakostnaður getur leitt til aukinnar eftirspurnar sem getur bæði verið gott og slæmt. Kosturinn er ef að meðferðarfylgni tekjulægri einstaklinga eykst, sem getur leitt til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu, og galli ef misnotkun og sóun á lyfjum eykst. En með tilkomu rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu er hægt að sporna við misnotkun eða ofnotkun lyfja.“ Ásrún segir oft hægt að réttlæta undanþágur sem þessar með skattlagningu á heilsuspillandi vörur eins og tóbak, áfengi, sætindi eða feitmeti. Hún bendir til samanburðar á að áætlað tekjutap vegna niðurfellingar „sykurskattsins“ sé um 3 milljarðar króna. 

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.