Heilsuappið í símann

25.07.2014

how-mobile-apps-could-change-healthcarehow-mobile-apps-could-change-healthcareSífellt tæknilegri snjallsímar og aukið framboð á skyldum tækjum hefur skapað ný tækifæri í samskiptum fyrirtækja við viðskiptavini sína. Þannig hefur þróun sérstakra heilsuappa fyrir snjallsíma gert lyfjafyrirtækjunum kleift að auka fjölbreytni í samskiptum þeirra við mismunandi markhópa og hjálpað læknum að fylgjast með og jafnvel stýra meðferðarmálum sjúklinga sinna.

 

Hin mismunandi heilsuöpp koma einnig til með að hafa áhrif á starfsemi heilsugæslustöðva því framvegis munu sjúklingar t.d. geta notað sérstakt app til að skrá tíma hjá lækni, látið app segja til um hvenær viðkomandi eigi næst að taka lyf og hvaða lyf í það og það sinnið. Þá verður líka hægt að sækja upplýsingar um viðbrögð við mismunandi aðstæðum sem komið geta upp, t.d. í lyfjameðferð. Fyrst og fremst er þróun heilsuappanna hugsuð til að auka öryggi sjúklinga og auðvelda þeim daglegt líf.

 

Fyrr á þessu ári sagði Neelie Kroes, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ábyrgðarmaður ESB fyrir sérstakri áætlun sem lýtur að aukinni nýtingu stafrænnar tækni, að möguleikar heilsuappanna væru einungis einn ávinningur af mörgum sem stafræna byltingin geti fært almenningi. „Heilsuöppin geta hjálpað sjúklingum, læknum og ummönnunaraðilum að hafa stjórn á málum hvenær sem er og hvar sem þeir eru staddir. Hún gerir kleift að fylgjast með lyfjainntöku sjúklinga og jafnvel stjórna búnaði sem sér um blóðskilun nýrnasjuklinga svo dæmi séu nefnd. Ég er ákaflega stoltur af þessu verkefni Evrópusambandsins, sem hefur fjárfest fyrir um 100 milljónir evra í áætluninni,“ sagði Kroes í minnisblaði til framkvæmdastjórnarinnar fyrr á þessu ári.

 

Nánri upplýsingar

Sjá nánar frétt EFPIA um heilsuöppin með því að smella hér.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.