Hið langa ferli klínískra rannsókna

06.03.2015

ApprovalAð undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um þá sölumennsku sem því miður virðist tíðkast og beint er að veiku og dauðvona fólki þar sem látið er í veðri vaka að viðkomandi nái fullri heilsu með notkun vafasams söluvarnings. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, hefur m.a. í viðtali og greinaskrifum lýst reynslu sinni og hvetur almenning til að vera á varðbergi.

 

Vísindasamfélagið hefur einnig varað við þessum „iðnaði“ – m.a. Gunnar Bjarni Ragnarsson yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, sem lýst hefur muninum á hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum á grundvelli reynslu í störfum sínum. Það hefur komið fyrir að sjúklingar grípi í „hálmstrá“ úr hendi sölumanna og hafni hefðbundinni meðferð. Dæmi séu um að ákvörðunin hafi leitt til skaða fyrir viðkomandi, jafnvel þannig að sjúkdómur viðkomandi hafi orðið ólæknandi.

 

Gunnar ítrekaði í blaðaviðtali nýlega að sú meðferð sem krabbameinslæknar veiti í dag séu gagnreyndar á grundvelli ítarlegra klínískra rannsókna, þar sem vegnar eru og metnar allar hugsanlegar aukaverkanir gagnvart ávinningi. Gunnar benti lesendum á að slíkar rannsóknir ættu sér stað á mjög löngu ferli andstætt fjölbreyttri flóru ýmissa óhefðbundinna meðala sem þurfi ekki að undirgangast sambærilegt ferli.

 

Af þessu tilefni þykir Frumtökum rétt að árétta mikilvægi vísindalegra rannsókna og þróunar sem á löngu ferli leiða oft til bættra meðferðarúrræða og lækninga. Til að skýra þetta ferli er því ekki úr vegi að benda lesendum síðunnar á myndband um hið langa ferðalag klínískra tilrauna í lyfjaiðnaði sem stundaðar eru á rannsóknastofum helstu háskóla og lyfjafyrirtækja heimsins.

 

Myndbandið er hér

Safe-Effective

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.