Hver er réttur minn til heilbrigðisþjónustu?

21.09.2015

Í tilefni af tíu ára afmæli samtakanna, bjóða Frumtök til ráðstefnu hvar leitast verður svara við spurningunni Hver er réttur minn til heilbrigðisþjónustu. Ráðstefna verður haldin í Silfurberg í Hörpu, miðvikudaguinn 7. október 2015 kl. 14.00

Á málþinginu verður leitast við að fara upp úr hjölförum hins daglega argaþrass og rökræða grundvallarspurningar út frá sjónarhóli siðfræðinnar, læknisfræðinnar, lögfræðinnar og svo stjórnmálanna. Hver er réttur minn til heilbrigðisþjónustu? Er spurt um fjármuni þegar líf er annars vegar? Á að draga mörkin einhversstaðar og þá hvar? Getum við og eigum við að reka fullkomnasta heilbrigðiskerfi sem völ er á að veita?

Dagskrá:

14.00 Setning
Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka

14.10 Lögfræðin og réttur minn til heilbrigðisþjónustu
Páll Rúnar M. Kristjánsson, héraðsdómslögmaður

14.30 Læknisfræðin og réttur minn til heilbrigðisþjónustu
Birgir Jakobsson, landlæknir

14.50 Siðfræðin og réttur minn til heilbrigðisþjónustu
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ

15.10 Pallborð
Auk fyrirlesaranna þriggja taka þátt í pallborði þau Óli Björn Kárason, varaþingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður og formaður velferðarnefndar Alþingis, og Ögmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra

16.10 Ávarp
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra

16.20 Ráðstefnulok

Aðgangur ókeypis - allir velkomnir

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.