Hver er réttur sjúklinga? Tekist á um grundvallarmál

10.08.2015

Birgir-Jakobsson-05Mikið hefur verið fjallað um málsókn sjúklings gegn ríkinu varðandi aðgengi að lyfjum í fjölmiðlum að undanförnu. Tekist er á um grundvallaratriði, þ.e. hvort réttur sjúklings til þess að fá nauðsynleg lyf sem læknir vill nota, sé ríkari en afstaða heilbrigðisyfirvalda sem neita að heimila meðferð með vísan til skorts á fjárheimildum. Í þessari sérkennilegu stöðu virðist ríkislögmaður benda á þann möguleika að viðkomandi sjúklingur gæti keypt þau lyf sem þarf án greiðsluþátttöku hins opinbera. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur margsinnis fjallað um þetta mál á undanförnum misserum. Nýlega kom þar t.d. fram að landlæknir sagði engin fordæmi fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina.

Varasamt að fara inn á þessa braut

Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir í sömu frétt að engin fordæmi séu fyrir því á Landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við RÚV að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi.

Hvers eiga íslenskir sjúklingar að gjalda?

Sigurður Ólafsson, meltingar- og lifrarlæknir‚ settur yfirlæknir meltingarlækninga Landspítala, skrifaði nýverið grein um efnið í Læknablaðið. Þar segir hann m.a. að læknar um allan heim sem meðhöndlað hafa sjúklinga með lifrarbólgu C upplifi nú ævintýralega tíma, en jafnframt að á sama tíma og þessum sigri læknisfræðinnar sé fagnað hafi skuggi hvílt yfir meðferð sjúklinga með lifrarbólgu C hér á landi.

Nánar: Hér má nálgast frétt og viðtal RÚV vegna þessa máls og hér er viðtalið við Vilhjálm sem vísað er í hér að ofan.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.