Kaleikarnir fjórir sem ekki verður komist hjá að handleika

03.10.2014

Henriette Jacobsen segir að þar sem meðalaldur fólks fari sífellt hækkandi stríði sífellt fleiri og fleiri við aldurstengda langtímasjúkdóma sem jafnframt valdi auknu álagi á heilbrigðiskerfi þjóðanna. „Í ljósi þeirrar þróunar hefur The Dutch National Institute for Public health and the Environment (RIVM), gert ítarlega greiningu á hollenska heilbrigðiskerfinu með hliðsjón af þessum fjórum megináskorunum, sem nefndar hafa verið, og komist að þeirri niðurstöðu að engin þeirra verði að veruleika, eftir því sem Henk Hilderink hjá RIVM sagði á evrópskri heilbrigðisráðstefnu sem haldin var í Bad Hofgastein í Austurríki 1. október.

 

„Sviðsmyndin sem dregin hefur verið upp er ætluð stjórnmálamönnum Evrópuþjóðanna sem verða að skilgreina það sem fyrst fyrir komandi kynslóðum, að hin opinbera heilbrigðisþjónusta mun ekki geta axlað þá ábyrgð að taka á öllum vanda sagði Hilderink á ráðstefnunni í Austurríki, eða eins og hann orðiðaði það: having it all will be impossible.

 

Kaleikarnir fjórir, sem blasa við og stjórnvöld verða að takast á við sem fyrst, eru þessir: 

  • Að gera fólki kleift að halda góðri heilsu eins lengi og mögulegt er og veita tafarlausa meðferð við sjúkdómum.
  • Að styðja við bakið á þeim sem þurfa á aðstoð að halda og veita þeim félagslega aðstoð. Þeir sem hafa aflað sér lítillar eða engrar mentunar lifa að meðaltali sex árum skemur en þeir sem eru langskólagengnir.
  • Að kynna nýtt og sjálfstætt kerfi sem byggi á aukinni sjálfsábyrgð fólks á eigin framtíð og vali á úrræðum. Það mun m.a. fela í sér bein áhrif sveitarfélaga og sjúklinga á stjórn umönnunarmála með aðkomu sérfróðra aðila á sviði tækni- og heilbrigðismála.
  • Að heilsugæslan sé á viðráðanlegu verði fyrir fólk. Gæði þjónustunnar skipta máli og þau hafa áhrif á kostnað eins og hann er skilgreindur af yfirvöldum og tryggingafélögum.

  

Lestu nánar um málið með því að smella hér.

 

 4 aldradir-innsida

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.