Kári Stefánsson hlýtur viðurkenningu fyrir alzheimerrannsóknir

16.07.2014

Kári StefánssonKári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er fyrsti einstaklingurinn til að hljóta Inga Grundke-Iqbal-verðlaun bandarísku alzheimersamtakanna en hann veitti verðlaununum viðtöku í gær á alþjóðaþingi samtakanna.

Mikið hefur verið fjallað um viðurkenninguna í íslenskum fjölmiðlum en á mbl.is kemur fram að viðurkenningin byggist á grein sem birtist í tímaritinu Nature 2012 þar sem lýst var rannsókn sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar unnu í samstarfi við lækna á Landspítalanum, þá Jón Snædal, Pálma V. Jónsson og Sigurbjörn Björnson, og nokkra erlenda samstarfsmenn: „Í greininni var skýrt frá niðurstöðum athugana á erfðaefni nærri tvö þúsund Íslendinga þar sem fannst stökkbreyting, sem verndar gegn alzheimersjúkdómnum og öðrum elliglöpum. Breytingin var í geni sem tengist þekktum efnaferlum í heilavef alzheimer­sjúklinga og fundur hennar renndi stoðum undir tilraunir lyfjafyrirtækja og vísindastofnana til að finna leiðir til að hafa áhrif á þau efnaskipti,” segir á mbl.is. Þá kemur einnig fram að uppgötvunin hafi vakið mikla athygli og sé álitið stórt skref í leitinni að lyfjum til að berjast gegn sjúkdómnum sem hrjáir milljónir manna.

Í samtali við mbl.is segist Kári ánægður með viðurkenninguna: „Það er mat þess samfélags sem vinnur að alzheimerrannsóknum að uppgötvun okkar sé mikilvægasta framlagið á sviði rannsókn um alzheimersjúkdóma um nokkurra ára skeið og okkur þykir afar vænt um það,” segir Kári Stefánsson.

 Inge Grundke-Iqbal sem verðlaunin eru kennd við var heimsþekktur taugasérfræðingur og brautryðjandi í rannsóknum á alzheimersjúkdómnum. Hún fæddist í Þýskalandi en fluttist til Bandaríkjanna ung að árum. Hún lést árið 2012.

 

Íslensk erfðagreining og Amgen, móðufélag ÍE, eru meðal stofnfélaga Frumtaka.

 

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.