Lyf hafa hækkað minnst sl. 6 ár

06.11.2014

Yfirlit um verðbreytingar á ýmsum algengustu neysluvörum og þjónustu landsmanna á 6 ára tímabili (ág. 2008 til sep. 2014) sem Vísbending tók saman og birti 22. september sýnir m.a. að verð á lyfjum hækkaði minnst allra vara hér á landi af þeim vörum sem skoðaðar voru á tímabilinu og raunar langt undir þeirri verðbólguþróun sem var á tímbilinu.

 

Á þessu sex ára tímabili sem Vísbending skoðaði nam verðbólgan 35 prósentum. Á sama tíma nam hækkun lyfja 12 prósentum, sem er 23 prósenta minni hækkun en sem nam verðbólguþróuninni á tímabilinu. Þetta er ánægjuleg staðfesting þess sem Frumtök og raunar Ríkisendurskoðun og fleiri aðilar hafa bent á. Staðreyndin er að lyfjaverð á Íslandi er afar hagstætt í samanburði við nágrannalöndin. Sem dæmi má nefna að verð frumlyfja á Íslandi er undir meðaltali Norðurlandanna eins og komið hefur fram, m.a. í fjölmiðlum, og verðsamanburðarkönnunum sem gerðar eru reglulega.

 

Frekari upplýsingar

Visbending22SEP14

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.