Lyfjafyrirtæki hefja samstarf um Evrópuverkefni

08.02.2013

520800_microelectronics_factoryMikið hefur verið skrifað um lyfjaþróun undanfarið, meðal annars þá staðreynd að þörfin fyrir ný sýklalyf eykst með hverju ári. Á grundvelli evrópsks lyfjaþróunarframtaks hafa sjö lyfjafyrirtæki, AstraZeneca, Johnson & Johnson, Sanofi, Bayer, Lundbeck, Merck KGaA og UCB, ákveðið að sameina krafta sína með akademískum vísindamönnum í 196 milljón Evra verkefni sem miðar að því að uppgötva ný lyf.

Fyrirtækin munu saman leggja fram um 300 þúsund efnifræðileg sambönd úr eigin rannsóknum og er reiknað með að akademía og minni lyfjafyrirtæki munu leggja fram 200 þúsund efnafræðileg sambönd til viðbótar.

Með framtakinu verður stór breyting á starfsumhverfi fyrirtækjanna því upplýsingar sem þessar eru oftast vel varðveitt leyndarmál. Eins og staðan er í dag er hinsvegar hagkvæmast fyrir fyrirtækin að fara þessa leið enda eru lyfjarannsóknir nútímans gríðarlega dýrar. Töluverðar vonir eru bundnar við verkefni sem þessi en með þeim verður til nýr og áreiðanlegur grundvöllur til uppgötvana nýrra lyfja.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.