Verð lyfjakörfu næstlægst á Íslandi í verðkönnun

20.03.2014

simvastatinLyfjaafgreiðslunefnd hefur birt verðsamanburð á veltumestu lyfjum á Norðurlöndum og birt á heimasíðu sinni. Af Norðurlöndunum er verð þeirra lyfja sem borin eru saman næstlægst hér á landi, en lægts er það í Noregi.

Samanburður Lyfjaafgreiðslunefndar nær að þessu sinni til körfu 36 lyfja sem Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða og byggja niðurstöðurnar á samanburði á verði þessara lyfja sakvæmt verðskrá fyrir febrúar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Íslandi.

Ef reglulegur samanburður Lyfjagreiðslunefndar er skoðuð frá september 2012 kemur í ljós að þessi samanburðarkarfa lyfja er í öllum tilfellum nema einu næstódýrust hér á landi og alltaf ódýrust í Noregi. Í öllum tilvikum trónir Danmörk á toppnum en þar eru karfan dýrust og næstum 15% dýrari en hér á landi.

Við samanburðinn hefur jafnframt verið tekið tillit til mismunandi virðisaukaskatts í löndunum og eru verðin birt með tilliti til þess.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.