Lyfjakostnaður lækkaði um áramótin

02.01.2015

Lyfjakostnaður lækkaði um áramót vegna skattalækkana og breytinga á greiðsluþátttöku sjúklinga. Samkvæmt tilkynningu frá velferðarráðuneytinu lækkar þak á árlegum hámarkskostnaði lyfjanotenda um 10%; fer hjá almennum notendum úr 69.416 kr. í 62.000 og hjá börnum og lífeyrisþegum og ungmennum yngri en 22 ára úr 46.277 kr. í 41.000 kr, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Að auki lækka fjárhæðir afsláttarþrepa í lyfjagreiðslukerfinu, ásamt því sem virðisaukaskattur á lyf lækkaði um áramótin, fór úr 25,5% í 24%.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.