Lyfjaverð lækkar um tugi prósenta

31.08.2016

Lyfjaverð hefur lækkað um tugi prósenta samfara styrkingu krónunnar. Þannig hefur heildsöluverð eins söluhæsta astmalyfs landsins lækkað um ríflega 40 prósent frá árinu 2009. Meðallækkun tíu söluhæstu lyfja er á sama tíma meiri en 30 prósent. Frá árunum 2012 og 2013 hefur lyfjaverð almennt lækkað um rúmlega 20 prósent.

 „Við höfum að undanförnu séð að gengisþróun krónunnar hefur víða orðið til lækkunar vöruverðs, en þegar kemur að lyfjaverði er sérstaðan algjör. Regluverk lyfjaverðs tryggir að breytingar á gengi gjaldmiðla skila sér strax um hver mánaðamót inn í verð lyfjanna,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.

Verð lyfja er fasttengt gengisþróun krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og ákveðið af lyfjagreiðslunefnd. Nefndin gefur í hverjum mánuði út innflutningsgengi sem notað er við verðútreikning. Gengið er meðaltal gengisþróunarinnar mánuðinn á undan.

„Full ástæða er til að fagna verðþróun síðustu missera, enda getur verið um að ræða upphæðir sem skipta fólk máli. Gott aðgengi okkar allra að lyfjum er mjög mikilvægur þáttur heilbrigðisþjónustunnar og mikilvægt að almenningur hafi staðfestingu á því að lyfjaverðið lækkar um leið og krónan styrkist,“ segir Jakob Falur.

Verðlækkun lyfja er því mismunandi eftir því hvaðan þau eru keypt, en þyngst vegur gengisþróun dönsku krónunnar sem stendur undir rúmum 50 prósentum af innflutningi til landsins.

Lyfjaverðskrárgengi dönsku krónunnar í ágúst er 7,1 prósenti lægra en á sama tíma í fyrra og 23,6 prósentum lægra en 2009. Milli ára vegur líka þungt veiking breska pundsins, en tæp 15 prósent lyfjainnflutnings landsins er í pundum. Lyfjaverðskrárgengi pundsins hefur lækkað um 20,6 prósent frá því í fyrra.

Sé horft til heildsöluverðs tíu söluhæstu lyfjanna nemur lækkunin frá því í fyrra að jafnaði 7,4 prósentum. Lækkunin er meiri þegar horft er til lengri tíma, eða 12,2 prósent frá 2014, 22,1 prósent frá 2013 og 33,2 prósent sé horft til þróunarinnar frá 2009.

Álagning í smásölu getur verið breytileg, en þar ákveður lyfjagreiðslunefnd leyfilegt hámarksverð líkt og í heildsölu. Hér að neðan má sjá samantekt úr Lyfjaverðskrá um þróun leyfilegs hámarksverðs lyfja í heildsölu.

Tíu veltumestu lyfin*

Hámarks heildsöluverð

Heiti ágú.16 ágú.15 ágú.14 ágú.13 ágú.12 ágú.11 ágú.10 ágú.09
Helixate NexGen 250 ae/hgl 19.806 21.287 22.539    27.117    26.567    26.956    31.367    30.984   
Privigen 25 ml** 15.204 15.949 16.887 24.377 23.883    23.777    22.783    22.783   
MabThera 100 mg 62.485 67.246 72.403 82.250 80.643    84.473    80.437    96.166   
Herceptin 150 mg/hgl 74.142 79.792 84.518 98.244 96.323    100.899    96.078    110.117   
Tysabri 300 mg/hgl 189.126 204.156 222.211 241.293 235.864    247.795    244.326    277.965   
Enbrel 25 mg áfyllingarpakki 60.024 64.598 68.347 75.048 73.581    77.076    73.383    87.908   
Remicade 100 mg pk. 67.538 72.685 76.903 86.273 84.587    86.879    87.639    101.434   
Humira stungulyf 40 mg/pennar 125.503 135.067 133.966 152.022 150.244    157.380    163.818    190.997   
Concerta 18 mg töfluglas 5.384 5.824 6.166 6.962 7.230    7.198    7.116    7.029   
Seretide Diskus 300 mcg/sk 4.309 6.976 6.528 6.551 7.069    6.651    7.476    7.496
Meðalverð 62.352    67.358    71.047    80.014    78.599    81.908    81.442    93.288   
*Skv. síðustu samantekt Lyfjastofnunar. **Var ekki í sölu 2009, verðið 2010 notað í staðinn. 

Meðaltal veltumestu lyfja

Lækkun

Frá 2009 -33,2%
Frá 2010 -23,4%
Frá 2011 -23,9%
Frá 2012 -20,7%
Frá 2013 -22,1%
Frá 2014 -12,2%
Frá 2015 -7,4%
   

Valin dæmi önnur:

 

Astmalyfið Seretide Diskus

Lækkun

Frá 2009 -42,5%
Frá 2010 -42,4%
Frá 2011 -35,2%
Frá 2012 -39,0%
Frá 2013 -34,2%
Frá 2014 -34,0%
Frá 2015 -38,2%
   

Gigtarlyfið Enbrel

Lækkun

Frá 2009 -31,7%
Frá 2010 -18,2%
Frá 2011 -22,1%
Frá 2012 -18,4%
Frá 2013 -20,0%
Frá 2014 -12,2%
Frá 2015 -7,1%
   

Ofvirknilyfið Concerta

Lækkun

Frá 2009 -23,4%
Frá 2010 -24,3%
Frá 2011 -25,2%
Frá 2012 -25,5%
Frá 2013 -22,7%
Frá 2014 -12,7%
Frá 2015 -7,6%
   

Krabbameinslyfið Herceptin

Lækkun

Frá 2009 -32,7%
Frá 2010 -22,8%
Frá 2011 -26,5%
Frá 2012 -23,0%
Frá 2013 -24,5%
Frá 2014 -12,3%
Frá 2015 -7,1%
   

Storkuefnið Helixate NexGen

Lækkun

Frá 2009 -36,1%
Frá 2010 -36,9%
Frá 2011 -26,5%
Frá 2012 -25,4%
Frá 2013 -27,0%
Frá 2014 -12,1%
Frá 2015 -7,0%
   

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.