Lyf sem nútímalækningar gera kröfu um ekki fyrir hendi á Íslandi.

26.09.2014

Sex íslenskir læknar, búsettir í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð, rituðu grein í Fréttablaðið í gær, fimmtudag, þar sem þeir lýsa því alvarlega ástandi sem skortur á krabbameinslæknum er orðið hér á landi. Þeir lýsa ástæðum þess hvers vegna íslenskir læknar erlendis veigra sér við að flytjast heim. Meðal þeirra ástæðna er sú staðreynd að hér er fjöldi lyfja sem nútímalækningar gera kröfu um ekki í boði handa sjúklingum, og á það ekki síst við um krabbameinssjúka, þar sem læknarnir segja að ríki neyðarástand.

 

Höfundar greinarinnar eru Einar Björgvinsson, Helga Tryggvadóttir, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Vaka Ýr Sævarsdóttir og Örvar Gunnarsson, allt
læknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningum.

Þeir segja m.a. að á sama tíma og krabbameinssjúklingum fjölgi stöðugt hafi starfandi krabbameinslæknum fækkað verulega á Íslandi, úr 13 árið 2008 (sá fjöldi var ekki talinn nægur þá) niður í sjö í dag. Þá segja þeir nýjustu meðferðir í geislalækningum og nýjustu myndgreiningartæki ekki til á landinu, húsnæði Landspítalans sé hriplegt og sveppasýkt sem ógni heilsu bæði sjúklinga og starfsfólks.


Lesa má greinina í heild með því að smella Hér.

Frbl-bladagrein24sep14

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.