Lyf skipta sköpum. Umræðan um ADHD-lyf fyrir fullorðna

05.10.2012

adhdVið höfum áður skrifað um rangfærslur í síðasta fjárlagafrumvarpi þar sem fram kom að greiðsluþátttöku yrði hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna þar sem lyfin væru einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Ríkisstjórnin gerði ráð fyrir því að spara með þessu 220 milljónir en þegar hefur komið fram að þessi ákvörðun er byggð á röngum forsendum þar sem hún er í mótsögn við leiðbeiningar Landlæknis.

Í fyrradag var þetta mál tekið upp af Kastljósi í kjölfar greinar sem Stefán Bogi Sveinsson skrifaði í Austurgluggann.is. Í Kastljósviðtalinu lýstu Stefán og Halldór Högurður þeim áhrifum sem lyfjameðferð hefur haft á þeirra líf.

Staðreyndin er sú að hver einasta ákvörðun um breytingar á greiðsluþátttöku hefur áhrif á líf þeirra sem hún snertir.

Í viðtalinu í Kastljósi kom fram að Halldór og Stefán nota báðir lyf við athyglisbresti og að sú meðferð hafi breytt lífi beggja í grundvallaratriðum. Hlutir sem voru þeim nánast óyfirstíganlegir urðu leikur einn.

Stefán lýsti því einnig hvernig hann hafi upplifað sig sem vandamál þangað til hann fékk lyf við hæfi.

Það er lykilatriði í velferðarsamfélagi að allir eigi jafnan aðgang að lyfjum og læknisþjónustu. Það verður augljóslega ekki tilfellið fyrir þá sem eru eldri en 18 ára ef greiðsluþátttaka yrði felld niður á metýlfenídat lyfjum líkt og lagt er til í frumvarpi til fjárlaga næsta árs.

 

 

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.