„Marteinn meðal“ kynntur til sögunnar

02.05.2014

Hinn alþjóðlegi höfundarréttardagur (World IP day) var haldinn fyrr í vikunni. Af því tilefni gaf EFPIA út myndband þar sem lögð er áhersla á mikilvægi höfundarréttar við þróunar lyfja, en varinn höfundarréttur er í raun forsenda í þróun viðskipta og þekkingar. Meira en helmingur alls iðnaðar í Evrópu treystir á höfundarrétt með einhverjum hætti. Fjórðungur allra starfa í ESB (26 milljónir starfa) er í þessum geira og aðrar 10 milljónir starfa eru afleidd af höfundarréttarvörðum iðnaði.

Höfundarréttur er nauðsynlegur í nýsköpun og við lyfjaframleiðslu. Lyfjaframleiðendur verja árlega milljörðum dala í rannsóknir og þróun og til að það megi borga sig verða fyrirtækin að hafa höfundarrétt á þeim lyfjum sem á endanum reynast hæf til lækninga. Þessi nauðsynlegi réttur er forsenda þróunarferlisins og tryggir stöðuga þróun nýrra lyfja og er í raun aðferð samfélagsins til að greiða fyrir þennan kostnað.

EFPIA kynnir nú til sögunnar „Martein meðal“ í tilefni alþjóðlega höfundarréttardagsins. Hann gæti verið eitt þeirra 5000 lyfja sem eru í þróun í heiminum í dag. Myndbandinu er ætlað að skýra hvernig lyf verða til og hve mikilvægur höfundarréttur er til að tryggja þróun þeirra, allt frá því þegar ný hugmynd kviknar í kolli vísindamanns til þess þegar til verður nýtt lyf sem læknar taka við í lækningaskyni til aukinnar velferðar í samfélaginu.

.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.