Merki LIF, systursamtaka Frumtaka, misnotað af lyfjafölsurum

02.09.2010
Á heimasíðu Frumtaka hafa áður birst fréttir af því að falsanir á lyfjum virðist vera að færast í aukana. Nú berast þær fréttir að systursamtök Frumtaka í Danmörku, LIF, hafi orðið fyrir barðinu á glæpamönnum sem reyndu að nýta sér nafn LIF til að selja fölsuð lyf.

Fölsuð lyf eru iðulega seld á veraldarvefnum en þar geta aðilar auglýst fölsuð lyf án verulegs eftirlits. Venjulega eru lyfin svo send með pósti á áfangastað. Á vefsvæðum þar sem slík fölsuð lyf eru til sölu er með ýmsu móti reynt að auka trúverðugleika þess sem býður upp á vöruna. Í tilfellinu þar sem nafn LIF var misnotað var merki LIF sett á heimasíðuna þar sem því var augljóslega ætlað að ljá glæpamönnunum trúverðugleika.

LIF hefur þegar kært athæfið til lögreglu og rannsakar Interpol málið.

Falsanir mikið áhyggjuefni
Vefsvæðið þar sem meint lyf voru boðin til sölu virðist vera frá Kanada og bauð vefsvæðið upp á úrval falsaðra lyfja. Markmið slíkra vefsvæða er að líta sannfærandi út og liður í því er einmitt að nýta sér traust sem aðrir hafa áunnið sér. Af þessum sökum kemur það fyrir að merki eða nöfn þekktra fyrirtækja eða stofnana séu notuð til að reyna auka trúverðugleikann.

LIF telur fulla ástæðu til þess að vara alla við því að kaupa lyf af erlendum vefsíðum. Vegna kæru LIF til Interpol hefur vefsíðunni hinsvegar verið lokað en svo virðist sem aðstandendur síðunnar hafi opnað aðra eins vefsíðu á nýju léni. Ásetningurinn er því augljós.

Eldri fréttir Frumtaka tengdar þessu efni:
Fölsuð lyf vaxandi vandamál
Ráðist til atlögu að markaði með falsaða vöru
Fölsuð lyf: Tíu grundvallaratriði

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.