Ný stjórn Frumtaka í kjölfar aðalfundar

11.04.2014

Áslaug Jónsdóttir er nýr stjórnarformaður Frumtaka.Aðalfundur Frumtaka var haldinn fimmtudaginn 27. Mars. Nýja stjórn Frumtaka skipa nú Áslaug Jónsdóttir, Davíð Ingason, Gunnur Helgadóttir, Hjörleifur Þórarinsson og Ragnhildur Reynisdóttir. Varamenn í stjórn eru Bessi Jóhannesson og Vala Dröfn Jóhannsdóttir.

Á fyrsta fundi stjórnar í kjölfar aðalfundar var Áslaug Jónsdóttir kosin sem formaður stjórnar en Áslaug starfar hjá Roche á Íslandi sem sölu- og markaðsstjóri.

Megintilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál á Íslandi og gæta að sameiginlegum hagsmunum frumlyfjaframleiðenda og almennings. Frumtök voru stofnuð árið 2005 og hafa allar götur síðan unnið að því að veita upplýsingar um lyfjamál, fræða hagaðila, ýta undir rannsóknir, innleiða siðareglur og ýmislegt fleira. Eitt meginverkefni Frumtaka er að stuðla að bættu aðgengi að nauðsynlegum lyfjum.  

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.