Rafræn samskipti við heilbrigðiskerfið

27.02.2015

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 15. febrúar var viðtal við Svanhvíti Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í því kom fram að á vefnum hafi einstaklingar öruggan rafrænan aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum, hvar og hvenær sem er og óháð því hjá hvaða heilbrigðisstofnun, heilsugæslustöð eða starfsstofu sérfræðings upplýsingar eru skráðar. Þar geti hver og einn haft góða yfirsýn yfir samskipti sín við heilbrigðisþjónustuna sem færi notendum jafnframt gott tækifæri til að hafa meiri áhrif á eigin meðferð.

 

Fjölbreyttir notkunarmöguleikar

Í viðtalinu segir Svanhvít: „Með aðgangi að Heilsuveru geta notendur nú fengið yfirsýn yfir lyfjanotkun sína, sótt rafrænt um endurnýjun lyfseðla, séð stöðu lyfseðla í lyfseðlagátt, séð ofnæmi sem hefur verið skráð í sjúkraskrá, bólusetningar, átt örugg rafræn samskipti við heilbrigðisstarfsmenn og bókað tíma rafrænt heilsugæslustöð.“

 

Á fjórða þúsund notendur

Hún segir bæði sjúklinga og lækna almennt hafa tekið vefnum fagnandi. Rúmlega 3.200 einstaklingar séu skráðir notendur og í janúar hafi vefurinn fengið um fjögur þúsund heimsóknir. Hún segir umsónarmenn vefsins verða vara við sífellt vaxandi áhuga.

 

„Við verðum vör við vaxandi áhuga almennings vefnum," segir Svanhvít í viðtalinu við Morgunblaðið og bætir við að ætlunin sé að innleiða Heilsuveru á allar heilsugæslustöðvar landinu næstu mánuðum. Hún segir vefsvæðið bæta og einfalda aðgengi einstaklinga að heilbrigðisþjónustunni að því leyti að samskiptin kalli ekki á fyrirfram bókaðan tíma á heilsugæslustöð eða í símatíma. Þannig bjóðist notendum í tilteknum tilvikum að eiga í rafrænum samskiptum í stað þess að mæta á heilsugæslustöð eða bíða í síma eftir þjónustu.

 

Aukin þjónusta

Aðeins er hægt að komast inn síðuna með rafrænum skilríkjum en Landlæknisembættið taldi þau einu raunhæfu leiðina til að tryggja öryggi gagna. Svanhvít segir að virkja þurfi hverja heilsugæslustöð fyrir sig til þess að hægt sé að nýta rafræna tímabókun og endurnýjun lyfja. Á næstu misserum verður þjónustan aukin á vefnum, t.d. með rafrænum samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn auk þess sem notendur geti skoðað upplýsingar úr sjúkraskrá og flett upp í henni. 

Mynd

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.