Ónákvæmni velferðaráðherra á Ísafirði

18.01.2013

1152459_signalÁ dögunum fundaði Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, með heilbrigðisráðherrum Færeyja og Grænlands á Ísafirði líkt og fram kemur m.a. á vef ráðuneytisins. Meðal þess sem rætt var á fundinum var aukið samstarf landanna þriggja á sviði lyfjamála og lyfjaöryggis. Því miður gætir nokkurar ónákvæmni í frétti ráðuneytisins og þeim málflutningi ráðherrans að hátt lyfjaverð væri þekktur vandi hér á landi. Það er ekki á rökum reist og stenst ekki skoðun.

Líkt og ráðherrann benti réttilega á eru lítil markaðssvæði viðkvæmari fyrir utanaðkomandi breytingum þar sem lyfjaframboð er að einhverju leyti minna en til dæmis á stórum markaðssvæðum. Í því sambandi mætti gefa samstarfi þjóðanna varðandi neyðarlyf aukinn gaum.

Vonbrigðum veldur að ráðuneytið og ráðherrann falli enn í þá gryfju að segja lyfjaverð hér hátt. Ráðherrann lét þess getið að „hærra lyfjaverð [væri] þekktur vandi.“ Rétt er að staldra aðeins við þessa fullyrðingu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjamarkaðinn á Íslandi sem birtist í lok árs 2011 kemur skýrt fram að lyfjaverð hérlendis hefur lækkað hratt á undanförnum árum. Í endurteknum verðkönnunum Lyfjagreiðslunefndar er ennfremur staðfest að lyfjaverð hérlendis sé lægra en meðalverð á hinum Norðurlöndunum, nú síðast í desember 2012

Því er miður að málflutningur af þessum toga sé jafn lífsseigur á opinberum vettfangi og raun ber vitni. Betur færi á að ráðuneytið fagnaði þeim góða árangri sem náðst hefur með samstilltu átaki viðkomandi aðila. 

Ónákvæmur málflutningur sem þessi er vonandi mistök og ætla verður að ráðuneytið og ráðherra fjalli af meiri nákvæmni um lyfjaverð á Íslandi, næst þegar fjallað er um verðlag á lyfjum almennt og í samanburði við Norðurlöndin. 

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.