Réttu lyfin skipta máli

23.08.2017

Þótt stundum sé rætt um lyf sem sérstakan kostnaðarvald í heilbrigðisþjónustu þarf ekki mikla skoðun til að leiða í ljós hversu mikilvægt hlutverk lyf leika og hafa leikið við lækningar og við að bæta heilsufar fólks.

Á vef EFPIA, samtaka lyfjaframleiðenda í Evrópu, er fjallað sérstaklega um þær væntingar sem bornar eru til nýsköpunar og þróunar í lyfjaiðnaði. Á vefnum er bent á að lyf og bóluefni séu meðal öflugustu tækja sem stuðst hafi verið við á þeirri vegferð að auka lífslíkur, bæta heilsu og auka lífsgæði fólks hvarvetna í Evrópu.

„Frá upphafi níunda áratugarins hefur dauðsföllum af völdum HIV fækkað um meira en 80%, frá byrjun þess tíunda hefur dauðsföllum af völdum krabbameina fækkað um fimmtung og nýleg framþróun lyfja þýðir að 90% af fólki sem smitast hefur af lifrarbólgu C er hægt að lækna með 12 vikna lyfjameðferð,“ segir þar. Bent er á að:

95%

Af þeim 15 milljónum sjúklinga sem smitast hafa af lifrarbólgu C í Evrópu sé hægt að lækna 95% með 8-12 vikna lyfjameðferð

37%

Að á milli áranna 2000 og 2012 hafi dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma dregist saman um 37% í EU5-ríkjunum (Frakklandi, Ítalíu, Stóra-Bretlandi, Spáni og Þýskalandi).

31%

Að milli 2000 og 2012 hafi nýjar lyfjameðferðir stuðlað að 48% og 31% fækkun í dauðsfalla af völdum sykursýki í Kóreu og Kanada.

21%

Að frá 1991 hafi dánartíðni af völdum krabbameina dregist saman um 21%.

94%

Að leiðrétt fyrir aldri hafi frá árinu 1991 orðið 94% samdráttur á dánartíðni af völdum HIV í Frakklandi.

Heimildir: Rannsóknir á árangri á sviði heilbrigðismála; [1] PhRMA 2016 Precription Medicines: Costs in Contex; [2] WHO Mortality Database (gögn sótt í febrúar 2016) [3] EFPIA 2015 Health & Growth Evidence Compendia analysis of PhRMA 2014, 25 Years of Progress Against Hepatitis C og PhRMA 2015 Pharma Profile.

„Miðað við þau 7.000 lyf sem eru í þróun um þessar mundir er ljóst að nýsköpun í lyfjaiðnaði kemur til með að leika lykilhlutverk við að takast á við þær áskoranir sem bæði sjúklingar og heilbrigðiskerfi standa frammi fyrir,“ segir þar, en hér að neðan getur á að líta nokkra þá flokka sjúkdóma sem undir eru í þessari þróunarvinnu.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.