Michael Porter fjallar um heilbrigðiskerfið

28.10.2010
Arion banki og Frumtök, í samstarfi við Gekon ehf., munu halda morgunfund um heilbrigðismál með dr. Michael Porter, prófessor við Harvard Business School mánudaginn 1. nóvember, en fundurinn verður haldinn fyrir boðsgesti í fyrirlestrarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 09.30. Fyrirlesturinn mun hinsvegar verða tekinn upp og verður hann öllum aðgengilegur á heimasíðu Frumtaka.

Fyrrum Landlæknir Sigurður Guðmundsson, prófessor og deildarforseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands mun stjórna fundinum en búist er við því að mikill áhugi verði á fyrirlestri Porter þar sem heilbrigðiskerfi landsins stendur frammi fyrir viðamiklum breytingum.

Dr. Michael Porter er fæddur í Michigan árið 1947 og lauk hann prófi í vélaverkfræði og geimvísindum frá Princeton háskóla árið 1967. Porter sneri sér síðan að viðskipta‐ og hagfræðinámi og lauk doktorsprófi frá Harvard árið 1973 en þar hefur hann starfað síðan.

Porter hefur skrifað fjölda bóka og lærðra greina og er sérsvið hans samkeppnishæfni þjóða og fyrirtækja. Porter kemur til landsins í tengslum við jarðvarmaráðstefnu sem fer fram eftir hádegi mánudaginn 1. nóvember, en kl. 9:30 munn hann eins og áður segir halda fyrirlestur á vegum Arion banka og Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.