Ríkisvaldið boðar betri heilbrigðisþjónustu

09.02.2015

Í viðtali við Líftímann, reglulegt fylgirit Fréttatímans, sem kom út fyrir skemmstu, fagnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, áframhaldandi auknum fjárveitingum í heilbrigðiskerfið eins og boðað er í yfirlýsingu um betri heilbrigðisþjónustu sem forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra stóðu að ásamt læknafélögum samfara gerð kjarasamnings við lækna. Frumtök taka heils hugar undir með forstjóra Landspítalans í þessum efnum enda bendir yfirlýsingin til þess að nýir og bjartari tíma séu framundan í íslenska heilbrigðiskerfinu.

 

Páll segir þjónustuna á Landspítala lengi hafa verið undirfjármagnaða og afleiðingin blasi við: „Gamalt og úr sér gengið húsnæði og tækjakostur, stöðug aðhaldskrafa og laun sem ekki standast samanburð,“ segir Páll, sem bendir jafnframt á að mikið verk sé fyrir höndum til að bæta undirfjármögnun undangenginna áratuga. Hann bindur vonir við að mikil uppbygging sé framundan í heilbrigðiskerfinu og þá nýju kjarasamninga við lækna sem nýlega voru gerðir.

Metnaðarfull markmið

Í yfirlýsingunni er m.a. boðað átak um bætta starfsaðstöðu með byggingu nýs Landspítala og að heilbrigðiskerfið „búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti.“ Í yfirlýsingunni segir ennfremur að stýring innan heilbrigðiskerfisins þurfi að vera sambærileg við það besta sem þekkist á öðrum Norðurlöndum með markvissri klínískri stjórnun, og að kappkosta þurfi að hámarka nýtingu fjármagnsins, m.a. með framleiðnisamanburði og hvatningu til skilvirkni og aukinna gæða þjónustunnar. „Hvergi verður hvikað frá þjónustumarkmiðum og þess gætt að aukin framleiðni tefji hvorki eðlilegar nýjungar og framfarir né skerði umsamin laun eða kjör.“ 

Fjölbreyttara rekstrarform

Þá segir einnig að ráðast þurfi í heildstæða skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins, þar sem m.a. þurfi að auka fjölbreytni í rekstrarformi „sem byggja á virkri þjónustu- og verkefnastýringu, skýrum gæðakröfum samhliða

jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi.“

Von á auknum framlögum

Páll segir að verði sú raunin sem boðað sé í yfirlýsingunni, að fjárframlög til heilbrigðisþjónustu hér á landi skuli miðast við Norðurlöndin, megi búast við verulega auknum fjárframlögum næstu árin. Ekki einungis sé mikil uppsöfnuð fjármagnsþörf í kerfinu heldur blasi við margvísleg og umfangsmikil verkefni sem takast þurfi á við. Í því sambandi megi nefna hækkandi meðalaldur fólks og samhliða honum vaxandi þörf fyrir heilbrigðisþjónustu, og síðan vaxandi offitu sem sé helsta heilsufarsógnin í dag.

 

Páll segir að auka þurfi forvarnir í þessum efnum enda sýni reynslan að hægt sé að ná gríðarlegum árangri af forvörnum. Það sýni stórfelld fækkun reykingafólks, en þeim sem reykja daglega hefur fækkað úr 22% árið 2000 og í 14% árið 2012, sem sé undir meðaltali í OECD. Páll segir mikilvægt að ná svipuðum árangri í forvörnum gegn offitu.

 

Yfirlýsingu um betri heilbrigðisþjónustu mé lesa hér.

 

SuluritFrtimans

(Heimild: Líftíminn, fylgirit Fréttatímans 16. janúar 2012 - má nálgast hér)

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.