Samkomulag Lyfjastofnunar og Frumtaka um notkun merkis um fræðsluefni

16.11.2012

Lyfjastofnun og Frumtök hafa gert með sér samkomulag um notkun merkis fyrir fræðsluefni. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er greint frá samkomulagi sem Lyfjastofnun og Frumtök hafa gert með sér um notkun merkis fyrir fræðsluefni. Líkt og fram kemur á vef Læknablaðsins er fræðsluefnið forsenda fyrir markaðsleyfi á tilteknum lyfjum auk þess sem það er notað fyrir aðrar mikilvægar öryggisupplýsingar.

Annars vegar ræðir um fræðsluefni sem markaðsleyfishöfum er skylt að útbúa samkvæmt skilyrðum vegna markaðsleyfis lyfs er varða lyfjaöryggi og hinsvegar bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

 

Öryggisupplýsingum vegna lyfja ætlað að auka öryggi sjúklinga

Veiting markaðsleyfis er oft háð skilyrðum sem lúta að því að skilgreint fræðsluefni berist til þeirra lækna sem ávísa lyfinu auk heilbrigðisstarfsmanna. Það er svo í höndum Lyfjastofnunar að yfirfara efnið fyrir dreifingu en með því er markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga sem frekast er unnt.

Hægt er að lesa umfjöllun Læknablaðsins um samkomulag Lyfjastofnunar og Frumtaka hér. Gert er ráð fyrir formlegri undirritun samkomulagsins á næstu dögum.

 

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.