Samstarf við INTERPOL gegn lyfjafölsunum

13.06.2014

Evrópusamtök lyfjaframleiðenda, EFPIA, og Alþjóðalögreglan Interpol hafa tekið upp samstarf sem hefur að markmiði að auka skilning og vitund almennings á því hversu hættuleg ólögleg lyf eru heilsu manna. Samstarfið var tilkynnt á nýlegum ársfundi EFPIA í Lyon, þar sem þetta stigvaxandi alþjóðavandamál var eitt af meginviðfangsefnunum.

Samstarf EFPIA og INTERPOL er aðeins eitt fjölmarga verkefna sem EFPIA vinnur að með öðrum hagsmunaaðilum í því skyni að efla öryggi í verslun með lyf. Verkefnin miða ekki síður að því að auka öryggi almennings þegar lyf eru keypt á netinu.

EFPIA vinnur nú að mótun og innleiðingu á sameiginlegum verklagsreglum fyrir evrópska lyfjaiðnaðinn sem tekur mið að nýrri reglugerð Evrópusambandsins gegn lyfjaföldun (Directive 2011/62/EU) og er ætlaða að auka öryggi í lyfjaviðskiptum. Verklagsreglur EFPIA og reglugerð ESB munu ekki aðeins hafa áhrif á lyfjaframleiðendur heldur einnig alla helstu hagsmunaaðila sem starfa í lyfjaiðnaði í Evrópu, hvort sem er lyfjaheildsala, smásala eða aðra tengda hagsmunaaðila.

Meðal þeirra verkfæra sem tekin verða í notkun við innleiðinguna er lausn frá The European Stability Mechanism (ESM) sem hefur yfir að ráða öflugum hugbúnaði sem getur staðfest áreiðanleika og uppruna lyfja. Með virkri notkun hans er ætlunin að torvelda eins og kostur er að ólögleg lyf komist í umferð, en sala þeirra fer fyrst og fremst fram á netinu. Innleiðing á lausn ESM er mikilvægur þáttur í því að tryggja betur öryggi sjúklinga.

Sjá nánar:

Interpol Frétt

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.