Samstillt átak í bólusetningu nauðsynlegt

23.04.2014

sprautaBarnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur tekið saman tölur sem sýna hve mikilvægt er að öll lönd hafi aðgengi að bóluefni. Fjöldi barna sem lætur lífið á hverju ári í kjölfar sjúkdóma sem auðvelt hefði verið að lækna með bóluefni er sláandi.Tæp tvöhundruð þúsund börn létust af inflúensu af B-gerð og kíghósta. Tölurnar verða hrikalegri þegar kemur að lugna- og heilahimnubólgu sem draga 476 þúsund barna til dauða árlega. Rúmlega 450.000 börn láta svo lífið af rótaveiru. Á heimasíðu Frumtaka hefur talsvert verið fjallað um bólusetningar og á dögunum var frétt um að bólusetningar eins til fjögurra ára barna væri ábótavant.

Gríðarlegar batahorfur framundan

Ef bólusetningarþörf 72 fátækustu landa jarðarinnar væri mætt næsta áratuginn myndi það spara 6,2 milljarða bandaríkjadala í meðferðarkostnað. Ef öll börn væru jafnframt bólusett fyrir 2020 myndi það bjarga um 25 milljónum mannslífa. Til að skoða þetta í öðru ljósi þá voru tilfellin af lömunarveiki 350.000 árið 1988. Í dag eru þau færri en 500 og á Indlandi tókst að útrýma sjúkdómnum sem er gríðarlegt afrek.
Eins og dæmið frá Indlandi sýnir þá er heimurinn að þokast í rétta átt þegar kemur að bólusetningu barna gagnvart sjúkdómum sem eru banvænir sé ekkert aðhafst. Hlutfall barna sem fá bóluefni gegn stífkrampa, barnaveiki og kíghósta er oft notað til að ákvarða hve vel er staðið að bólusetningu barna af hálfu yfirvalda. Á rúmlega þremur áratugum hefur hlutfall bara sem eru bólusett gegn þessum sjúkdómum ríflega fjórfaldast, eða farið úr 20% árið 1980 í 83% árið 2012. Fyrir árið 2020 vonast Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin að hlutfallið verði komið í 90% í öllu löndum heims. Slíku markmiði verður ekki náð fyrirhafnalaust allsstaðar. 
Nýjustu gögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2012 um þær þjóðir þar sem hlutfall bólusettra er lakast eru Miðbaugs-Gínea (33%), Nígería (41%) og Sjad (45%). Til samanburðar má geta þess að í mörgum Evrópulöndum er hlutfallið 99% og í Bandaríkjunum er það 95%.
Til að ná markmiðinu um 90% hlutfall bólusettra barna þarf því samstillt átak heilbrigðisyfirvalda, hjúkrunarfólks og stjórnvalda.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.